Laugardaginn 7. september munu fleiri vagnar aka á leið 55 í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ en skv. tímatöflu. Athugið að um aukavagna er að ræða á hefðbundinni tímatöflu á leið í Reykjanesbæ en á leið frá Reykjanesbæ eftir að hátíð lýkur verða aukaferðir í boði utan hefðbundinnar tímatöflu.
Í kjölfar skelfilegs atburðar eftir að Menningarnótt lauk þar sem hnífi var beitt með alvarlegum afleiðingum sitjum við öll eftir harmi slegin og sum okkar upplifa vanmátt gagnvart umræðunni og hvað við getum gert.
Loftgæði í Vogum hafa farið upp í rauð undanfarna tíma og minnum við íbúa á að við slíkar aðstæður skyldi forðast áreynslu utandyra og að þeir sem hafi tök á haldi sig innandyra.
Opnunartímar íþróttamiðstöðvarinnar mun breytast þann 1. september 2024 sem hér segir:
Mánudagar-fimmtudagar: 06:30-21:00
Föstudagar: 06:30-20:00
Helgar: 10:00-16:00
Íþróttamiðstöðin í Vogum hefur opnað nýja Facebook síðu sem við hvetjum íbúa til að fylgjast með.
Til að styðja við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu var brugðist við áskorun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga um lækkun gjaldskráa sem snúa að barnafjölskyldum.
Vel heppnuðum Fjölskyldudögum 2024 er lokið og Sveitarfélagið Vogar vill þakka starfsfólki sínu og meðlimum félagasamtaka sem komu að skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar í ár.
Við fetum í fótspor nágranna okkar í Reykjanesbæ og bjóðum höfuborgarbúum sem verða heitavatnslausir í vikunni, endurgjaldslaust í sund frá og með morgundeginum og á meðan að heitavatnslaust er.