Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Opnunartími bæjarskrifstofu um jól og áramót

Opnunartími bæjarskrifstofu um jól og áramót

Starfsfólk Sveitarfélagsins Voga óskar bæjarbúum gleðilegra jóla og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða.
Vinnufundur félagasamtaka

Vinnufundur félagasamtaka

Nú á dögunum var haldinn vinnufundur frístunda- og menningarnefndar með félagasamtökum í sveitarfélaginu. Hópurinn hittist í Álfagerði og þar var farið yfir tímalínu við framkvæmd og innleiðingu nýrrar íþrótta- og tómstundastefnu hér í Vogunum. Örlítill inngangur var um tilgang og markmið stefnunnar sem og heildrænni nálgun og meginmarkmiðum heilsueflandi samfélaga.
Tilnefningar óskast til Hvatningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga

Tilnefningar óskast til Hvatningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga

Frístunda- og menningarnefnd óskar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fyrir ungmenni í íþróttum með lögheimili í Vogum. Öllum íþróttafélögum og einstaklingum í sveitarfélaginu er heimilt að senda inn tilnefningar.
Saman í samfélagi – þátttaka á jafningjagrunni

Saman í samfélagi – þátttaka á jafningjagrunni

Í síðustu viku tók Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs við styrk fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga fyrir verkefni sem ber heitið: Saman í samfélagi - þátttaka á jafningjagrunni. Það ríkir mikil ánægja með þessa veglegu upphæð sem mun nýtast vel til að sinna inngildingu í fjölmenningarsamfélagi.
Sorphirðar um hátíðarnar

Sorphirðar um hátíðarnar

Nú nálgast jól og áramót með tilheyrandi frídögum og helgidögum. Vegna rauðra daga yfir hátíðirnar má búast við að sorphirða verði framfærð eða seinkuð um einn til tvo daga frá hefðbundinni áætlun.
Samfélagið í Vogum njóti ávinnings af bata í rekstri og þjónusta eflist í stækkandi bæ

Samfélagið í Vogum njóti ávinnings af bata í rekstri og þjónusta eflist í stækkandi bæ

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun 2026-2029. Samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um 168 milljónir króna og veltufé frá rekstri um ríflega 340 milljónir króna, eða sem nemur 11,4% af áætluðum heildartekjum ársins.
UNGVOG á ferð og flugi

UNGVOG á ferð og flugi

Hluti ungmennaráðs Voga ásamt starfsfólki þess sótti ráðstefnu ungmennráða sveitarfélaga síðastliðinn föstudag á Hilton Nordica í Reykjavík. Þar voru saman komin ungmenni alls staðar af landinu og mikið fjör.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar

240. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 10. desember 2025 og hefst kl. 17:30.
Tjarnargata lokuð að hluta til þann 9. desember

Tjarnargata lokuð að hluta til þann 9. desember

Vegna framkvæmda verður Tjarnargata lokuð fyrir umferð frá Kirkjugerði að Aragerði á morgun 9. desember og mögulega þann 10. desember einnig.
Lokun á heitu vatni síðdegis 9. desember

Lokun á heitu vatni síðdegis 9. desember

Lokun á heitu vatni á Suðurnesjum vegna viðgerðar á Njarðvíkuræð síðdegis þriðjudaginn 9. desember