Á 100 ára afmæli Kvenfélagsins Fjólu var Félagsmiðstöðin Boran svo heppin að hljóta veglegan styrk til að efla starfsemina. Styrkurinn mun nýtast vel til að fara af stað með klúbbastarf fyrir aldurinn 10 – 12 ára. Forstöðukona Borunnar og starfsfólk allt er himinifandi og hér má sjá Kamillu Huld Jónsdóttur með skjalið og rós af þessu tilefni.
Niðurstaða bæjarstjórnar
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum 29. október að gera bókun skipulagsnefndar að sinni um samþykkt nýs aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Voga sem skildi afgreitt skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Farsældarráð Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til opins málfundar þar sem kynntar verða nýjar tölur og gögn er varpa ljósi á stöðu barna í landshlutanum.
Gönguhópurinn G 190 var stofnaður á dögunum og leggur alltaf upp frá Íþróttahúsi Voga á mánudögum kl. 17:00 – rigning, gola (vindur…) eða sólskin, það skiptir engu máli þegar félagsskapurinn er svona góður!
Árlega útnefnir Sveitarfélagið Vogar íþróttamann ársins og veitir einnig hvatningarverðlaun til barna- og ungmenna. Auglýst er eftir tilnefningum frá einstaklingum, félagasamtökum og íþróttafélögum í sveitarfélaginu.