Nú á dögunum var haldinn vinnufundur frístunda- og menningarnefndar með félagasamtökum í sveitarfélaginu. Hópurinn hittist í Álfagerði og þar var farið yfir tímalínu við framkvæmd og innleiðingu nýrrar íþrótta- og tómstundastefnu hér í Vogunum. Örlítill inngangur var um tilgang og markmið stefnunnar sem og heildrænni nálgun og meginmarkmiðum heilsueflandi samfélaga.
19. desember 2025