Umhverfismál

Umhverfismál eru á verksviði Umhverfisnefndar sem starfar á sviði umhverfismála, minjaverndar, að hafa umsjón og eftirlit með friðlýsum og vernduðum svæðum, að stuðla að gróðurvernd í samræmi við ákvæði laga, að stuðla að snyrtilegum frágangi mannvirkja og opinna svæða og annarra mála sbr. erindisbréf nefndarinnar.

Forstöðumaður umhverfis- og eigna er starfsmaður nefndarinnar og situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.

Nefndin var stofnuð í febrúar 2019 við aðskilnað umhverfisnefndar og skipulagsnefndar. 
Formaður Umhverfisnefndar er Guðrún Kristín Ragnarsdóttir.

Í sveitarfélaginu hefur undanfarin ár verið unnið að ýmsum umhverfisverkefnum, svo sem fegrun bæjarins, uppgræðslu á Stapa og skógrækt. Auk þess hafa einstaklingar og félagasamtök unnið að verkefninu Vistvernd í verki.

Umhirðuáætlun

Umhverfisnefnd hefur lagt fram áætlun um umhirðu í sveitarfélaginu, með það að markmiði að fegra og bæta umhverfið í Sveitarfélaginu Vogum og gera vinnu við það eins auðvelda og kostur er.  Einnig verði unnið að því að gera vinnu við fegrun og umhirðu vistvæna. 

Leiðirnar sem farnar eru til að ná fram markmiðunum eru:

  • Skipuleggja vinnu fyrirfram, m.a. val á plöntum og niðurröðun
  • Fjölga fjölærum plöntum og runnum
  • Fækka sumarblómum
  • Bæta steinum í blómabeð
  • Jarðvegsbæta 
  • Nota kurlaðar greinar sem falla til í bænum, í yfirborð beða

Í áætluninni má finna margar gagnlegar ábendingar.

Áætlunina má nálgast hér í heild sinni:

Umhirðuáætlun

Getum við bætt efni síðunnar?