Umhverfis- og eignaumsýsla eru á verksviði Umhverfisnefndar sem starfar á sviði umhverfismála, minjaverndar, að hafa umsjón og eftirlit með friðlýsum og vernduðum svæðum, að stuðla að gróðurvernd í samræmi við ákvæði laga, að stuðla að snyrtilegum frágangi mannvirkja og opinna svæða og annarra mála sbr. erindisbréf nefndarinnar.
Forstöðumaður umhverfis og eigna er starfsmaður nefndarinnar og situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt
Markmið umhverfis- og eignaumsýslu
Að halda bæjarfélaginu snyrtilegu og stuðla að fyrirbyggjandi viðhaldi og að halda húsnæði og búnaði sveitarfélagsins í góðu ástandi.
Þjónustumiðstöðin sér um alla almenna þjónustu við íbúa bæjarins, s.s. viðhald á fasteignum og tækjum bæjarins, snjóruðning, hreinsunarátak og fjölmargt fleira eins og t.d.:
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Davíð Viðarsson
Netfang: david@vogar.is