Heimgreiðslur

Heimgreiðslur til foreldra barna á aldrinum 12-30 mánaða

Markmið heimgreiðslna er að brúa bilið frá fæðingarorlofi þar til barn er innritað hjá dagforeldri eða býðst leikskólapláss auk þess að koma til móts við foreldra/forráðamenn eldri barna sem eru að bíða eftir leikskólaplássi.

Foreldrar/forráðamenn hafa rétt á að sækja um heimgreiðslur frá 12 mánaða aldri barns og þar til barn verður 30 mánaða. Greiðslur falla niður ef barn hefur nám í leikskóla eða fer til dagforeldris fyrir þann tíma.

Skilyrði fyrir greiðslum eru eftirfarandi:

  • Að foreldri / forráðamaður og barn eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum.
  • Barn sé orðið 12 mánaða og ekki eldra en 30 mánaða.
  • Að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Sveitarfélaginu Vogum.
  • Hægt er að óska eftir heimgreiðslu vegna barna eldri en 30 mánaða á meðan beðið er eftir plássi í leikskóla í sveitarrfélaginu Vogum og ekki er verið að greiða fyrir pláss annarsstaðar. Skilyrði er að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Sveitarfélaginu Vogum.

Mánaðarleg greiðsla miðast við almenna niðurgreiðslu hjá dagforeldrum fyrir 8 klst vistun og tekur breytingum í upphafi árs samhliða ákvörðun um gjaldskrárbreytingar.

Greiðslur falla niður þegar barni býðst leikskólapláss, byrjar í leikskóla eða byrjar hjá dagforeldri. 

Heimgreiðslur eru greiddar í allt að 11 mánuði á ári. Umsóknartímabil vegna heimgreiðslna er frá 20. til 19. hvers mánaðar. Því þurfa umsóknir fyrir t.d. marsmánuð að berast á tímabilinu 20. febrúar til 19. mars og greitt er í byrjun apríl.

Mánaðarlegar heimgreiðslur 2024

Aldur barns  kr.
12-18 mánaða 90.000
18 -30 mánaða 120.000

 

Reglur um heimgreiðslur í Sveitarfélaginu Vogum

Getum við bætt efni síðunnar?