Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, svokölluð farsældarlög. Meginmarkmið laganna er að veita snemmtæka íhlutun og að allir sem að barninu koma tali saman. Sveitarfélögum er ætlað þrjú til fimm ár að innleiða slíkt fyrirkomulag. Ábyrgðaraðilar samkvæmt lögum þessum skulu:
Í lögunum er kveðið á um stigskiptingu á þjónustu; fyrsta, annað og þriðja stig. Þannig er gert ráð fyrir að öll þjónusta í þágu farsældar barna sé veitt á þremur þjónustustigum. Fyrsta stigið er aðgengilegt öllum börnum og foreldrum en um er að ræða einstaklingsbundinn snemmtækan stuðning. Fyrsta stigið er nýnæmi í lögum og verður mesta kerfisbreytingin þar. Á öðru stigi er markvissari einstaklingsþjónusta (t.d. liðveisla, barnaverndarvinnsla) og á þriðja stigi er þjónustan orðin mun sérhæfðari (þyngri barnaverndarvinnsla, innlögn). Markmiðið með lögunum er að draga úr og fækka alvarlegri málum. Sveitarfélagið Vogar og Suðurnesjabær eru með samning sín á milli um félagsþjónustu og er Suðurnesjabær þar leiðandi sveitarfélag. Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar leiðir innleiðingu laganna í Sveitarfélaginu Vogum og Suðurnesjabæ. Lögin ná til allrar þjónustu sem veitt er innan skóla- og heilbrigðiskerfis auk félagsþjónustu og lögreglu.
Öll börn og foreldrar hafa aðgang að tengilið eftir því sem þörf krefur. Tengiliður hefur viðeigandi þekkingu til að geta verið foreldrum og barni innan handar. Hann ráðleggur þeim og aðstoðar við að rata í gegnum kerfið og sækja þjónustu við hæfi. Tengiliður er starfsmaður mismunandi þjónustuveitenda eftir æviskeiðum barns. Hann hefur ávallt hagsmuni barnsins að leiðarljósi og rækir hlutverk sitt í samráði við foreldra og barn. Þannig geta foreldrar og börn leitað til eins aðila sem hefur yfirsýn yfir þjónustukerfið í stað þess að þurfa að fara á marga staði til að leita að slíkum upplýsingum
Í leik- og grunnskóla í Vogum eru starfandi tengiliðir.
Hér eru frekari upplýsingar:
Tengiliður í Heilsuleikskólanum Suðurvöllum
Gagnlegir hlekkir: