Hvernig er barnaverndartilkynningu komið á framfæri?

Haft er samband við Félagsþjónustuna í síma 425 3000 og óskað eftir að koma barnaverndartilkynningu á framfæri. Starfsfólk er með símatíma alla virka daga frá 11.00-12.00. Tímapantanir hjá félagsráðgjafa eru einnig í símatíma, þess utan er hægt að hafa samband við skrifstofuna og koma skilaboðum áleiðis og þá mun starfsmaður barnaverndarnefndar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Utan skrifstofutíma er hægt að hafa samband við Neyðarlínuna í síma 112 sem tekur á móti barnaverndartilkynningum allan sólarhringinn. Tilkynnandi getur óskað nafnleyndar gagnvart þeim sem tilkynnt er um nema sérstakar ástæður mæli gegn því.

Tilkynningar sem berast frá starfsmönnum stofnana skulu berast í nafni stofnunar og vera skriflegar. Hægt er að skoða barnaverndarlögin á vef Alþingis.

Getum við bætt efni síðunnar?