Inná vefnum Fristundir.is er hægt að finna þær frístundir sem eru í boði hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum, velja þarf sveitarfélag og aldur til að sía út viðeigandi flokk.
Frístundastyrkur:
Sveitarfélagið Vogar greiðir árlegan frístundastyrk til íbúa sveitarfélagsins sem eru 18 ára og
yngri og 67 ára og eldri. Tilgangur styrksins er að gera þessum aldurshópum kleift að taka
þátt í frístundastarfi sem stuðlar að bættri andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu.
Styrkurinn gildir fyrir almennt frístundastarf, svo sem íþróttir, menningarstarf og annað
uppbyggilegt starf.
Upphæð frístundastyrks árið 2025 er kr. 42.600.
Reglur um frístundastyrk fyrir 67 ára og eldri:
1. Skipulagt starf: Styrkurinn er veittur fyrir skipulagt starf sem er undir handleiðslu
þjálfara eða kennara/leiðbeinanda.
2. Hámarksfjárhæð: Greiðslan getur að hámarki numið kostnaði við námskeið.
3. Undanskilið kostnaðarefni: Styrkurinn nær ekki yfir viðbótarkostnað, svo sem
búnað, fatnað eða ferðakostnað.
4. Endurgreiðsla: Ekki er heimilt að endurgreiða eða bakfæra styrk eftir að hann hefur
verið ráðstafað til félags eða samtaka.
5. Flutningur úr sveitarfélaginu: Ráðstöfunarréttur styrks fellur niður ef umsækjandi
flytur úr sveitarfélaginu.
6. Ónýttur styrkur: Hafi viðkomandi ekki nýtt styrk að hluta eða að fullu fyrir áramót
fellur eftirstöðvar niður.
7. Umsókn: Sótt er um frístundastyrkinn í gegnum Sportabler.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Guðmundi Stefáni Gunnarssyni, íþrótta- og
tómstundafulltrúa, í gegnum netfangið gudmundurs@vogar.is