Svið- og deildarskipulag

Fjármál og stjórnsýsla

Forstöðumaður stjórnsýslu, netfang:  daniel@vogar.is
Bæjarritari hefur yfirumsjón með fjármálum bæjarsjóðs og stjórnsýslu sveitarfélagsins, auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra.

Verksvið:

 • Umsjón og ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins
 • Umsjón með að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé samkvæmt lögum, reglum og stefnumörkun bæjaryfirvalda.
 • Bæjarritari er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar.
 • Undirbúningur og umsjón með gerð fjárhagsáætlana
 • Önnur verkefni sem bæjarstjóri felur bæjarritara umsjón með

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri

Umhverfismál og eignaumsýsla

Vignir Friðbjörnsson, forstöðumaður, netfang: vignir(a)vogar.is
Forstöðumaður hefur yfirumsjón með rekstri fasteigna sveitarfélagsins, ásamt því að hafa yfirumsjón með rekstri fráveitu, vatnsveitu og hafnarmannvirkjum. Þá heyrir umsjón með opnum svæðum og öðrum umhverfismálum undir stjórn forstöðumanns.

 Verksvið:

 • Umsjón með fasteignarekstri sveitarfélagsins. Hefur umsjón með viðhaldsverkefnum, annast samræmingu við gerð fjárhagsáætlana, hefur samskipti við þjónustuaðila og samræmir vinnu þeirra vegna fasteignaviðhalds.
 • Vinnur í samstarfi með íþrótta- og tómstundafulltrúa með nemendum og flokksstjórum Vinnuskólans, ásamt því að hafa umsjón með verkstjórn.
 • Forstöðumaður hefur umsjón og eftirlit með lagnakerfi sveitarfélagsins.

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri

 

Íþrótta- og tómstundamál

Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: gudmundurs@vogar.is
Íþrótta- og tómstundafulltrúi veitir félagsmiðstöð unglinga forstöðu. Hann er næsti yfirmaður starfsfólks félagsmiðstöðvarinnar og ber ábyrgð á rekstur hennar sé í samræmi við fjárhagsheimildar og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi starfar jafnframt náið með stjórnendum grunnskólans, um málefni ungmenna. Íþrótta- og tómstundafulltrúi annast samskipti við íþrótta- og æskulýðsfélög innan sveitarfélagsins og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau. Íþrótta- og tómstundafulltrúi situr fundi Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar og menningarfulltrúa sveitarfélagsins (starfsmanns nefndarinnar). Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur starfsaðstöðu bæði í félagsmiðstöð unglinga og í grunnskólanum.

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri.

Menningarmál

Daníel Arason, menningarfulltrúi, netfang: daniel(a)vogar.is
Menningarfulltrúi hefur yfirumsjón með menningartengdri starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Hann undirbýr, skipuleggur og sér um framkvæmd árlegra fjölskyldudaga, í nánu samstarfi við starfandi félagasamtök í sveitarfélaginu. Menningarfulltrúi veitir jafnframt félagsstarfi eldri borgara forstöðu, og er næsti yfirmaður starfsfólks félagsstarfsins. Hann ber ábyrgð á að starfsemi sem undir hann heyrir sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. Menningarfulltrúi annast samskipti við félagasamtök á vettvangi menningarmála og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau.

Menningarfulltrúi er starfsmaður Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Menningarfulltrúi hefur starfsaðstöðu á bæjarskrifstofu, auk þess sem hann hefur aðstöðu í Álfagerði þar sem félagsstarf eldri borgara hefur aðstöðu sína.

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri.

Íþróttamannvirki

Héðinn Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, netfang: hedinn(a)vogar.is
Helstu verkefni:

 • Umsjón og ábyrgð á rekstri íþróttamiðstöðvar
 • Umsjón og ábyrgð á gerð áætlana. Vinnur að undirbúningi með gerð fjárhagsáætlana, í samstarfi við bæjarritara og bæjarstjóra eftir atvikum. Vinnur að undirbúningi með gerð viðhaldsáætlana mannvirkjanna, í samstarfi við forstöðumann Umhverfis og eigna. Hefur umsjón með vinnu við gerð ræstingaáætlana mannvirkjanna.
 • Innkaup aðfanga og rekstrarvara, og ber ábyrgð á að fjárútlát séu í samræmi við heimildir hverju sinni. Staðfestir reikninga vegna mannvirkjanna í fjárhagskerfi sveitarfélagsins.
 • Samráð og samstarf við íþrótta- og tómstundafulltrúa, um notkun frjálsra félagasamtaka (þ.m.t. Ungmennafélagið Þróttur) og annarra á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Leitast ávallt við að tryggja hagkvæma og skilvirka nýtingu á mannvirkjunum. 
 • Hefur umsjón með viðhaldi, öryggis- og heilbrigðisþáttum fasteigna, lóða og tækjakosts í nánu samstarfi við forstöðumann Umhverfis og eigna.
 • Annast útleigu á mannvirkjunum utan venjulegs starfstíma og útbýr nauðsynleg gögn til innheimtu gjalda fyrir skrifstofu sveitarfélagsins.
 • Forstöðumaður mætir á fundi ráða og nefnda sveitarfélagsins eftir því sem við á og óskað er eftir. 

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri

 Stóru-Vogaskóli

Stóru-Vogaskóli sendur á fallegum stað við sjóinn og Vogatjörn, nálægt gömlu bújörðinni Stóru-Vogum. Rúmlega 170 nemendur stunda nám við skólann, en skólinn er heildstæður, 10 árganga grunnskóli. Auk hefðbundins náms hafa nemendur skólans aðgengi að tónlistarkennslu, lengdri viðveru og aðstoð við heimanám.

Skólastjóri er Hálfdan Þorsteinsson.

 Leikskólinn Suðurvellir

Heilsuleikskólinn Suðurvellir er 3ja deilda leikskóli í Vogum. Fjöldi nemenda er rúmlega 60, á aldrinum 1 – 6 ára. Skólinn starfar undir merkjum stefnu heilsuleikskóla, og  fékk formlega viðurkenningu sem slíkur árið 2005. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hollt mataræði, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Einkunnarorð leikskólans er „Heilbrigð sál í hraustum líkama“.

Leikskólastjóri er María Hermannsdóttir.

 

Getum við bætt efni síðunnar?