Svið- og deildarskipulag

Fjármál og stjórnsýsla

Daníel Arason, Forstöðumaður stjórnsýslu, netfang:  daniel@vogar.is
Forstöðumaður stjórnsýslu veitir stofnunum, kjörnum fulltrúum, starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins stoðþjónustu á sviði rekstrar, fjármála og stjórsýslu. Einnig styður hann við blómlegt menningarlíf í sveitarfélaginu í samstarfi við einstaklinga og félagasamtök. Forstöðumaður stjórnsýslu er starfsmaður Frístunda- og menningarnefndar og Fræðslunefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formenn nefndanna

Forstöðumaður stjórnsýslu er staðgengill bæjarstjóra

Verksvið:

 • Ábyrgð á skrifstofurekstri og stjórnsýslu sveitarfélagsins og hefur umsjón og umsýslu með menningartengdri starfsemi þess
 • Umsjón og eftirfylgni með að færsla launa og bókhalds, innheimta krafna og greiðsla reikninga sé í samræmi við verkferla í samstarfi við fjármálastjóra
 • Ábyrgð á samskiptum við fjármálastjóra
 • Umsjón með að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé samkvæmt lögum, reglum og stefnumörkun bæjaryfirvalda.
 • Leiðbeinir um stjórnsýsluleg málefni og samræmir góða stjórnsýsluhætti í allri starfsemi bæjarins
 • Umsjón með þróun rafrænnar þjónustu og gæðakerfis á bæjarskrifstofu, ber ábyrgð á upplýsingagjöf og skjalamálum
 • Umsjón með kynningarmálum sveitarfélagsins, þ.m.t. ritstjórn heimasíðu og vinnsla reglulegra frétta
 • Yfirumsjón með menningartengdri starfsemi á vegum sveitarfélagsins
 • Undirbýr, skipuleggur og sér um framkvæmd viðburða á vegum sveitarfélagsins, þ.m.t. áramótabrennu, þrettándabrennu, hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðardags og fjölskyldudaga, sem unnir eru í nánu samstarfi við starfandi félagasamtök í sveitarfélaginu
 • Undirbýr, skipuleggur og sér um framkvæmd viðburða á vegum sveitarfélagsins, þ.m.t. áramótabrennu, þrettándabrennu, hátíðahöld í tilefni þjóðhátíðardags og fjölskyldudaga, sem unnir eru í nánu samstarfi við starfandi félagasamtök í sveitarfélaginu
 • Annast samskipti við félagasamtök á vettvangi menningarmála og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau
 • Umsjón með málefnum ferðaþjónustunnar, og er tengiliður sveitarfélagsins við ferðaþjóna (ferðaþjónustuaðila) sem starfa innan lögsögu sveitarfélagsins
 • Starfsmaður Frístunda- og menningarnefndar og Fræðslunefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formenn þeirra
 • Ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar
 • Forstöðumaður stjórnsýslu er næsti yfirmaður starfsfólks bæjarskrifstofu

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri

Umhverfis- og skipulagsmál, eignaumsýsla

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs ber ábyrgð á daglegri starfsemi málaflokksins og gegnir jafnframt leiðandi hlutverki við stefnumótun í umhverfis-, skipulags- og byggingarmálum í samráði við viðeigandi nefndir. Hann vinnur í samræmi við gildandi lög, reglur og reglugerðir sem og sett markmið bæjarstjórnar og fjárhagsáætlanir á hverjum tíma. Hann annast skipulagsgerð og önnur verkefni er lúta að skipulagsmálum, lóðum og lendum. Hann sinnir starfi byggingafulltrúa, sinnir skráningu fasteigna og eftirliti með byggingaframkvæmdum. Hann sinnir umhverfismálum, umhverfis- og samgöngumálum og ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi mannvirkja í eigu bæjarins. Hann stýrir fjárhagsáætlunargerð, og vinnur að stefnumótun, framkvæmdaáætlun og þróun verklags í sínum málaflokki.

Verksvið:

 • Sinnir hlutverki byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa
 • Annast skipulagsgerð og önnur verkefni er lúta að skipulagsmálum, lóðum og lendum
 • Sinnir skráningu fasteigna og eftirliti með byggingaframkvæmdum
 • Umsjón með umhverfismálum, náttúruvernd, fegrun bæjarins og umhirðu, opnum svæðum, sorphirðu og sorpeyðingu, fráveitu og vatnsveitu og starfsemi þjónustumiðstöðvar
 • Sinnir umferðar- og samgöngumálum og ber ábyrgð á viðhaldi gatna og stíga, lýsingum, snjómokstri, hálkueyðingu og samskiptum við Vegagerðina
 • Ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi mannvirkja í eigu bæjarins, sér um leigusamninga og lóðaleigusamninga
 • Ber ábyrgð á verklegum framkvæmdum bæjarins og samskiptum vegna þeirra
 • Sér um fjárhagsáætlunargerð og framkvæmdaáætlanir
 • Sér um samningagerð og endurnýjun samninga v. öryggiseftirlits, brunavarna, trygginga o.fl.
 • Sér um undirbúning funda sem tilheyra málaflokknum og ber ábyrgð á eftirfylgni
 • Sér um samskipti og samvinnu í málaflokkum starfseminnar á samstarfsvettvangi sveitarfélaga
 • Sér til þess að upplýsingar og mál séu skráð í málaskrá og aðgengilegar þar
 • Ber ábyrgð á að á heimasíðu sveitarfélagsins séu áreiðanlegar og viðeigandi upplýsingar um þau mál sem heyra undir sviðið
 • Vinnur að stefnumótun, samhæfingu og samþættingu ásamt mati á verkefnum og þjónustu
 • Þróar verklag og skráir verklagsreglur
 • Vinnur að þróun og mótun nýrra og betri leiða í starfseminni
 • Ýmis skýrsluskrif og samantektir
 • Önnur verkefni sem til falla hverju sinni

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri

 

Íþrótta- og tómstundamál

Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, netfang: gudmundurs@vogar.is

Stuðla að virkni og félagslegum samskiptum íbúa og leiða íþrótta- og forvarnarstarf sveitarfeálgsins í samstarfi við félagasamtök. Gegnir lykilhlutverki í þjónustu við börn, ungmenni og eldri borgara. Umsýsla með málefnum er snúa að félagsstarfi og velferð íbúa í sveitarfélaginu

Verksvið:

 • Umsjón og umsýsla með málefnum er snúa að íþróttum, forvörnum og félagsstarfi barna, ungmenna og eldri borgara
 • Veitir félagsmiðstöðinni Borunni og félagsstarfi eldri borgara í Álfagerði forstöðu og stýrir daglegri starfsemi. Er næsti yfirmaður starfsfólks Borunnar og Álfagerðis og ber ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar
 • Starfar náið með stjórnendum grunnsk+olans og félagsþjónustunnar um málefni ungmenna, m.a. við greiningu áhættuhegðunar og gerð viðbragðsáætlana
 • Umsjón með starfsemi ungmennaráðs og Boruráðs og er starfsmaður ráðanna
 • Annast samskipti við félagasamtök á vettvangi íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála og er tengiliður við félögin á grundvelli samstarfssamninga við þau
 • Stuðlar að fjölbreytni í íþrótta- og tómstundastarfi í samstarfi við íþrótta- og félagasamtök í sveitarfélaginu
 • Ber ábyrgð á að boðið sé upp á fjölbreytt og faglegt tómstundastarf fyrir alla aldurshópa
 • Skipuleggur heilsu- og íþróttatengda viðburði, s.s. íþróttamaður ársins og heilsuviku
 • Eflir, styrkir og skipuleggur íþróttastarf og heilsueflingu fyrir íbúa sveitarfélagsins
 • Verkefnastjórn verkefna á málasviðinu, svo sem Barnvænt sveitarfélag og Heilsueflandi samfélag
 • Ber ábyrgð á uppbyggingu forvarnarverkefna og lýðheilsustarfi ásamt því að starfa með forvarnarhópi Sandgerðis, Garðs og Voga og samtökum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, Samsuð
 • Ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar
 • Situr fundi Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar og starfsmann nefndarinnar

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri

 

Menningarmál

Daníel Arason, Forstöðumaður stjórnsýslu, netfang: daniel(a)vogar.is
Hefur yfirumsjón með menningartengdri starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Hann undirbýr, skipuleggur og sér um framkvæmd árlegra fjölskyldudaga, í nánu samstarfi við starfandi félagasamtök í sveitarfélaginu. Ber ábyrgð á að starfsemi sem undir hann heyrir sé í samræmi við fjárhagsheimildir og innan samþykktrar fjárhagsáætlunar. 

Forstöðumaður stjórnsýslu er starfsmaður Frístunda- og menningarnefndar og kemur að undirbúningi mála í samstarfi við formann nefndarinnar ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. 

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri.

Íþróttamannvirki

Héðinn Ólafsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja, netfang: hedinn(a)vogar.is
Helstu verkefni:

 • Umsjón og ábyrgð á rekstri íþróttamiðstöðvar
 • Umsjón og ábyrgð á gerð áætlana. Vinnur að undirbúningi með gerð fjárhagsáætlana, í samstarfi við bæjarritara og bæjarstjóra eftir atvikum. Vinnur að undirbúningi með gerð viðhaldsáætlana mannvirkjanna, í samstarfi við forstöðumann Umhverfis og eigna. Hefur umsjón með vinnu við gerð ræstingaáætlana mannvirkjanna.
 • Innkaup aðfanga og rekstrarvara, og ber ábyrgð á að fjárútlát séu í samræmi við heimildir hverju sinni. Staðfestir reikninga vegna mannvirkjanna í fjárhagskerfi sveitarfélagsins.
 • Samráð og samstarf við íþrótta- og tómstundafulltrúa, um notkun frjálsra félagasamtaka (þ.m.t. Ungmennafélagið Þróttur) og annarra á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Leitast ávallt við að tryggja hagkvæma og skilvirka nýtingu á mannvirkjunum. 
 • Hefur umsjón með viðhaldi, öryggis- og heilbrigðisþáttum fasteigna, lóða og tækjakosts í nánu samstarfi við forstöðumann Umhverfis og eigna.
 • Annast útleigu á mannvirkjunum utan venjulegs starfstíma og útbýr nauðsynleg gögn til innheimtu gjalda fyrir skrifstofu sveitarfélagsins.
 • Forstöðumaður mætir á fundi ráða og nefnda sveitarfélagsins eftir því sem við á og óskað er eftir. 

Næsti yfirmaður er bæjarstjóri

 Stóru-Vogaskóli

Stóru-Vogaskóli sendur á fallegum stað við sjóinn og Vogatjörn, nálægt gömlu bújörðinni Stóru-Vogum. Rúmlega 170 nemendur stunda nám við skólann, en skólinn er heildstæður, 10 árganga grunnskóli. Auk hefðbundins náms hafa nemendur skólans aðgengi að tónlistarkennslu, lengdri viðveru og aðstoð við heimanám.

Skólastjóri er Hálfdan Þorsteinsson (í leyfi). Starfandi skólastjóri er Hilmar Egill Sveinsbjörnsson.

 Leikskólinn Suðurvellir

Heilsuleikskólinn Suðurvellir er 3ja deilda leikskóli í Vogum. Fjöldi nemenda er rúmlega 60, á aldrinum 1 – 6 ára. Skólinn starfar undir merkjum stefnu heilsuleikskóla, og  fékk formlega viðurkenningu sem slíkur árið 2005. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á hollt mataræði, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi. Einkunnarorð leikskólans er „Heilbrigð sál í hraustum líkama“.

Leikskólastjóri er María Hermannsdóttir.

 

Getum við bætt efni síðunnar?