Félagsstarf eldri borgara

Sveitarfélagið Vogar - Álfagerði


Skipulögð dagskrá er í Álfagerði og er hún auglýst í byrjun haustannar og svo aftur í byrjun vorannar. Sem dæmi um viðburði má nefna bingó, félagsvist, boccia, föndur, leikfimi, heimsóknir á ýmis söfn o.m.fl.

Boðið er upp á heitan mat í hádeginu alla virka daga fyrir 60 ára og eldri.

Hægt er að kaupa 20 miða matarkort í Álfagerði.
Panta þarf máltíð með dagsfyrirvara, verð samkvæmt gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.

Símanúmerið í Álfagerði er 440-6228 og Álfagerði er einnig á facebook, www.facebook.com/alfagerdi.

Nánari upplýsingar:  Guðmundur Stefán Gunnarsson, gudmundurs@vogar.is og Daníel Arason daniel@vogar.is

Getum við bætt efni síðunnar?