Félagsstarf eldri borgara

Sveitarfélagið Vogar - Álfagerði

Þjónustumiðstöð 60 ára og eldri.

Fréttapési Álfagerðis vor 2020

Skipulögð dagskrá er í Álfagerði og er hún auglýst í byrjun haustannar og svo aftur í byrjun vorannar. Sem dæmi um viðburði má nefna bingó, félagsvist, boccia, föndur, leikfimi, heimsóknir á ýmis söfn o.m.fl.

Boðið er upp á heitan mat í hádeginu alla virka daga fyrir 60 ára og eldri.

Þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í matinn, þurfa áður að fylla út umsóknareyðublað á bæjarskrifstofu að Iðndal 2.
Panta þarf máltíð með dagsfyrirvara, verð samkvæmt gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.

Símanúmerið í Álfagerði er 440-6228 og Álfagerði er einnig á facebook, www.facebook.com/alfagerdi.

Nánari upplýsingar:  Daníel Arason í sími 440-6200 eða á netfangið daniel@vogar.is

Almenn dagskrá:

Mánudagar:
Opið hús* kl 13:00-15:00
Stólaleikfimi í Álfagerði kl. 13:30

Þriðjudagar: 
Sund í íþróttamiðstöð kl. 9:00
Opið hús* í Álfagerði kl. 13:00-15:00

Miðvikudagar: 
Opnir tímar í Íþróttamiðstöð kl. 10:00
Félagsvist kl 13:00 
Kaffi kl 15:00

Fimmtudagar:
Sund í íþróttamiðstöð kl. 9:00
Stólaleikfimi í Álfagerði kl. 13:30 
Boccia Íþróttamiðstöð kl 14:00

Föstudagar: 
Opnir tímar í Íþróttamiðstöð kl. 10:00


*Opið hús: .d. tálgun, píla, föndur, saumaklúbbur, upplestur, billiard, spilavist og bridge

Getum við bætt efni síðunnar?