Nýfluttir íbúar

Skrifstofa sveitarfélagsins við Iðndal 2 opin mánudaga til fimmtudaga frá 8.30- 15.30 og föstudaga frá 8.30 - 12.30 og starfsfólk þar tekur vel á móti öllum þar og gerir sitt besta til að greiða úr málum.

Við bendum nýfluttum íbúum á að kynna sér heimasíðuna vel. Við leggjum metnað okkar í að halda henni góðri og að þar megi nálgast nauðsynlegar upplýsingar er varða samskipti íbúa við sveitarfélagið. Ef þú sérð villu þar eða hefur ábendingar um hvernig við getum bætt efni síðunnar þá eru þær vel þegnar og má senda á netfangið skrifstofa@vogar.is

Nokkur uppbygging hefur verið í sveitarfélaginu á undanförnum árum og í sumar og á næstu árum er búist við að hún aukist enn með mikilli uppbyggingu á Grænuborgarsvæðinu þar sem nóg er til af húsnæði.

Nálægð sveitarfélagsins við stóra þéttbýliskjarna er augljós kostur fyrir þá sem vilja flytja hingað en að sama skapi getur hún haft galla í för með sér sem meðal annars lýsir sér í því að aðilar sem koma að rekstri verslunar og annarrar þjónustu hafa haldið að sér höndum með að koma hingað en vonandi rætist úr því með auknum fólksfjölda. 

Í sveitarfélaginu er góð aðstaða fyrir fjölskyldur, hér eru góðir skólar og góð íþróttaaðstaða. Menningarstarf er kraftmikið og fjölmörg frjáls félagasamtök koma að því að halda því gangandi.  Hægt er að kynna sér menningar og íþróttastarfsemina á www.fristundir.is. 

 

Gagnlegar upplýsingar fyrir nýja íbúa á Suðurnesjum

Getum við bætt efni síðunnar?