Nýir íbúar

Velkomin í Sveitarfélagið Voga

Hér fyrir neðan eru gagnlegar upplýsingar sem geta nýst vel varðandi þjónustu og fleira í Sveitarfélaginu Vogum.

 

Skrifstofa Sveitarfélagins Voga – Iðndalur 2, 190 Vogar

Opnunartímar:

  • Mánudagar - fimmtudagar frá kl 8:30 til kl. 15:30
  • Föstudagar frá kl. 8:30 til kl. 12:30
  • Skiptiborð er opið mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9:00 - 15:00 og föstudaga frá kl. 9:00 - 12:00

Sími: 440-6200 | Netfang: skrifstofa@vogar.is
Facebooksíða Sveitarfélagsins Voga

 

Umhverfis- og skipulagssvið er með síma- og viðtalstíma á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 11:00-12:00, en ávallt er hægt að senda tölvupóst á netfangið usk@vogar.is

 

Ábendingar
Sendu okkur ábendingu um hvað sem er. Hvort sem það er eitthvað sem þarf að laga, eitthvað sem mætti betur fara í þjónustu bæjarins eða annað sem þú vilt koma á framfæri. Við fögnum öllum ábendingum, stórum sem smáum.
Ábendingagátt 

 

Sorphirða
Sorphirðudagatöl og upplýsingar eru aðgengilegar á heimasíðu Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 
Heimasíða Kölku

Móttökustöð er við Jónsvör 9, hægt er að sjá opnunartíma hér: 
Opnunartímar móttökustöðvar í Vogum

Grenndarstöð fyrir pappír, plast, gler og málma stendur við Hafnargötu.

Vatns- og rafmagnsveitur
Hafið samband við HS Veitur til að skrá notanda eða fá upplýsingar um gjöld og viðhald.
Heimasíða HS Veitna

 

Stóru-Vogaskóli
Grunnskóli fyrir nemendur 1.-10. bekkjar

Tjarnargata 2, Sími: 440-6250 | Netfang: skoli@vogar.is
Heimasíða Stóru-Vogaskóla

 

Frístundaskóli fyrir nemendur 1.-4. bekkjar, umsóknir fara fram í íbúagátt sveitarfélagins.
Íbúagátt

 

Heilsuleikskólinn Suðurvellir
Suðurgata 1-5, sími: 440-6240| Netfang: leikskoli@vogar.is 
Heimasíða Heilsuleikskólans Suðurvalla

 

Frístundastyrkur
Sveitarfélagið veitir hvatningarstyrk fyrir börn (0–18 ára) og eldri borgara (67+) til þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.
Umsóknir fara fram í gegnum Abler. 
Upplýsingar um frístundastyrk 

 

Heilsugæsla HSS í Vogum
Iðndalur 2, 190 Vogar
Almenn móttaka lækna og hjúkrunarfræðinga á þriðjudögum og fimmtudögum frá 9:00-12:00
Tímabókanir eru alla virka daga frá kl. 08:00-16:00 í síma 422-0500
Heimasíða HSS

 

Samgöngur
Vogastrætó (Leið 87) ekur frá Vogum upp á Vogaafleggjara og til miðstöðvar við Krossmóa í Reykjanesbæ og tilbaka, fyrri part og seinni part alla virka daga og um helgar. Tímatafla er samræmd akstri Leiðar 55 hjá Strætó.
Tímatöflur og frekari upplýsingar

 

Félags- og íþróttalíf í Vogum

Vogar er með öflugt félagslíf með fjölbreyttum félögum á sviði íþrótta, björgunarstarfa, náttúruverndar, sögu og samfélags:

  • Björgunarsveitin Skyggnir – Starfar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Unglingadeildin Tígull var endurvakin haustið 2024.
    Vefsíða | Facebook
  • Kvenfélagið Fjóla – Stuðlar að samfélagsvelferð og menningu. Heldur t.d. þorrablót og styrkir góð málefni.
    Facebook
  • Lionsklúbburinn Keilir – Þekktur fyrir samfélagsverkefni og skötuveislu.
    Facebook
  • Norræna félagið í Vogum – Efla tengsl við önnur Norðurlönd og halda viðburði með norrænum áherslum.
    Facebook
  • Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar – Vinnur að varðveislu á sögu og byggðaminjum svæðisins.
    Facebook
  • Skógræktarfélagið Skógfell – Tekur þátt í trjárækt og fræðslu um náttúruvernd.
    Facebook
  • Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS) – Rekur 9 holu golfvöll og heldur mót.
    Vefsíða | Facebook
  • Hestamannafélagið Máni – Stuðlar að íslenska hestinum og reiðkennslu.
    Fristundir.is | Facebook
  • Ungmennafélagið Þróttur Vogum – Starfrækir m.a. fótbolta, sund og rafíþróttir.
    Vefsíða | Facebook
  • Kálfatjarnarkirkja – Sögufræg sveitakirkja frá 1893 við Vatnsleysuströnd.
    Upplýsingar | Facebook

 

Gagnlegar upplýsingar fyrir nýja íbúa á Suðurnesjum

Getum við bætt efni síðunnar?