Dagforeldrar

Daggæsla í heimahúsum

Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi, en Sveitarfélagið Vogar sér um leyfisveitingar og sinnir lögbundnu eftirliti með starfseminni auk ráðgjafar til dagforeldra og foreldra. 

Dagforeldrar sjá sjálfir um skráningu og innritun barna en sveitarfélagið greiðir framlag með börnum hjá dagforeldrum mánaðarlega í ellefu mánuði á ári.

Skilyrði fyrir niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum:

  • Barn eigi lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum og forsjáraðili hafi lokið fæðingarorlofi.
  • Barn það sem niðurgreitt er fyrir skal vera á biðlista eftir leikskóladvöl.
  • Dagforeldri hafi starfsleyfi samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005
  • Staðfesting á leyfi dagforeldris fylgi umsókn um niðurgreiðslu sé dagforeldri með starfsemi sína í öðru bæjarfélagi en Sveitarfélaginu Vogum

Sérstök viðbótarniðurgreiðsla er greidd vegna barna eldri en 18 mánaða. Viðbótarniðurgreiðslur eru samkvæmt gildandi gjaldskrár Sveitarfélagsins Voga hverju sinni.

Niðurgreiðslur vegna dvalar hjá dagforeldrum 2024

Aldur barns Niðurgreiðsla kr.
Niðurgreiðsla per dvalarstund, 12-18 mánaða 11.250
Niðurgreiðsla per dvalarstund, 18 mánaða eða eldri 15.000

 

Niðurgreiðsla greiðist til dagforeldis samkvæmt samningi. Skilyrði fyrir niðurgreiðslu er að staðfesting á vistunartíma af hálfu dagforeldris.

Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum

Reglur um niðurgreiðslu vegna vistunar barna hjá dagforeldrum

Getum við bætt efni síðunnar?