Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga

Bæjarstjóri Voga

Bæjarstjóri

Ásgeir Eiríksson

Sími: 440-6200
Netfang: asgeir@vogar.is

Viðtalstímar:
Mánudögum og föstudögum kl. 11.00-12.00
Vinsamlegast pantið tíma á bæjarskrifstofu, í síma 440-6200 eða sendið tölvupóst á skrifstofa@vogar.is

Ásgeir Eiríksson hefur starfað sem bæjarstjóri hjá Sveitarfélaginu Vogum frá 15. desember 2011. Hann hefur yfirumsjón með starfsemi sveitarfélagsins og sér um að samþykktum bæjarstjórnar og ákvörðunum tengdum fjárhagsáætlun sé fylgt eftir.
Ásgeir er menntaður sem rekstrarhagfræðingur frá Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og sem viðskiptafræðingur MBA frá Háskóla Íslands. Ásgeir er einnig menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands. Áður en Ásgeir hóf störf hjá sveitarfélaginu starfaði hann m.a. sem bæjarritari og forstöðumaður Fræðslu- og menningarsviðs hjá Mosfellsbæ, fjármálastjóri hjá Reykjalundi og sem framkvæmdastjóri Strætó bs. Ásgeir á einnig að baki starfsferil innan ferðaþjónustunnar, bæði sem leiðsögumaður og sem stjórnandi hjá ferðaþjónustufyrirtækjum.
Ásgeir er kvæntur Kristrúnu Davíðsdóttur lyfjafræðingi, þau eiga tvo syni og sjö barnabörn.

Hlutverk bæjarstjóra

  • Bæjarstjóri er framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins.
  • Hann skal sitja fundi bæjarstjórnar og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt en eigi atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni. Hann hefur og rétt til setu á fundum nefnda bæjarfélagsins með sömu réttindum.
  • Bæjarstjóri undirbýr fundi bæjarstjórnar, og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur.
  • Bæjarstjóri er prókúruhafi bæjarsjóðs, en honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni bæjarfélagsins prókúru að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Prókúruhafar bæjarsjóðs skulu vera fjár síns ráðandi.
  • Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.
  • Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs bæjarfélagsins.
  • Í samþykkt um stjórn bæjarfélagsins skal setja nánari ákvæði um verksvið framkvæmdarstjóra og mörk milli þess og ákvörðunarvalds bæjarstjórnar og bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?