Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga

Bæjarstjóri

Gunnar Axel Axelsson

Sími: 440-6200
Netfang: gunnar.axelsson@vogar.is 

Viðtalstímar:

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga er með viðtalstíma á föstudögum frá kl. 10:00-12:00.

Nauðsynlegt er að panta viðtalstíma fyrirfram með því að hafa samband í síma 440-6200 eða á skrifstofa@vogar.is 

Viðtalstímar fara fram á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins, Iðndal 2 í Vogum.

Gunnar Axel Axelsson hóf störf sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga þ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏ann 1.september 2022. Hann hefur yfirumsjón með starfsemi sveitarfélagsins og sér um að samþykktum bæjarstjórnar og ákvörðunum tengdum fjárhagsáætlun sé fylgt eftir.
‏Gunnar Axel er stjórnsýslufræðingur (MPA) frá Háskóla Íslands og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst en áður en hann hóf störf hjá sveitarfélaginu starfaði hann um árabil sem deildarstjóri ‏‏ á efnahagssviði Hagstofu Íslands. Gunnar Axel hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á árunum 2010-2018 og hefur setið í ýmsum stjórnum, nefndum og ráðum fyrir hið opinbera og sem kjörinn fulltrúi.

Hlutverk bæjarstjóra

  • Bæjarstjóri er framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins.
  • Hann skal sitja fundi bæjarstjórnar og hefur hann þar málfrelsi og tillögurétt en eigi atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi í bæjarstjórninni. Hann hefur og rétt til setu á fundum nefnda bæjarfélagsins með sömu réttindum.
  • Bæjarstjóri undirbýr fundi bæjarstjórnar, og hefur á hendi framkvæmd þeirra ákvarðana sem bæjarstjórn tekur.
  • Bæjarstjóri er prókúruhafi bæjarsjóðs, en honum er heimilt að veita öðrum starfsmanni bæjarfélagsins prókúru að fengnu samþykki bæjarstjórnar. Prókúruhafar bæjarsjóðs skulu vera fjár síns ráðandi.
  • Bæjarstjóri undirritar skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna bæjarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.
  • Bæjarstjóri er æðsti yfirmaður annars starfsliðs bæjarfélagsins.
  • Í samþykkt um stjórn bæjarfélagsins skal setja nánari ákvæði um verksvið framkvæmdarstjóra og mörk milli þess og ákvörðunarvalds bæjarstjórnar og bæjarráðs.
Getum við bætt efni síðunnar?