Íþróttamaður ársins

Sveitarfélagið Vogar útnefnir íþróttamann ársins á hverju ári og veitir einnig hvatningarverðlaun. Auglýst er eftir tilnefningum og rétt til tilnefninga hafa einsaklingar og íþróttafélög í sveitarfélaginu. Þeir sem tilnefndir eru skulu hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum eða keppa fyrir hönd íþróttafélags í sveitarfélaginu. Þeir skulu hafa náð 16 ára aldri, þó er heimilt að tilnefna unglinga á aldrinum 14-16 ára sem keppa í flokki fullorðinna og hafa náð árangri á við þá bestu í sinni grein. Tilnefningum skal fylgja ítarleg greinargerð.

Þeir sem hafa verið útnefndir íþróttamenn ársins eru:

  • 2023 - Stefán Ingi Guðjónsson (rafíþróttamaður)
  • 2022 - Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir (skotfimi)
  • 2021 - Ellen Lind Ísaksdóttir (aflraunir)
  • 2020 - Andrew James Pew (knattspyrna)
  • 2019 - Ellen Lind Ísaksdóttir (aflraunir)
  • 2018 - Adam Árni Róbertsson (knattspyrna)
  • 2017 - Marko Blagojevic (knattspyrna)
  • 2006 - Sólrún Ósk Árnadóttir (sund)

 

 

Hvatningarverðlaun hafa hlotið:

    • 2022 Bragi Hilmarsson (körfubolti)
    • 2021-Aron Kristinsson (dans), Jónatan Örn Sverrisson (knattspyrna), Mikael Árni Friðriksson (knattspyrna), Patrekur Unnarsson (knattspyrna)

    • 2020 Logi Friðriksson, Valdimar Árnason, Jökull Kjartansson, Alexander Ívarsson, Óðinn Ástþórsson, Pálmar Óli Högnason, Keeghan Freyr Kristinsson, Bragi Hilmarsson, Andri Snær Guðlaugsson, Tinna Róbertsdóttir

    • 2019 - Aron Kristinsson (dans)
    • 2018 - Leó Austmann Baldursson (sund), Dagbjört Kristinsdóttir (dans), Sara Líf Kristinsdóttir (knattspyrna), Skólahreystilið Stóru-Vogaskóla (Adrian Krawczuk - Alexander Scott Kristinsson - Elísabet Freyja Ólafsdóttir - Eva Lilja Bjarnadóttir - Hákon Snær Þórisson - Hekla Sól Víðisdóttir - Róbert Andri Drzymkowski -Telma Mist Oddsdóttir)
    • 2017 - Dagbjört Kristinsdóttir (dans), Jóhann Jakobsson (júdó), Jón Gestur Ben Birgisson (knattspyrna), Skólahreystilið Stóru-Vogaskóla (Jón Gestur, Thelma Mist, Hekla Sól, Róbert Andri, Alexander Scott)

     

    Íþróttamaður ársins fær afhentan farandbikar við hátíðlega athöfn og þá eru einnig veitt hvatningarverðlaun. Miðað er við að athöfnin fari fram um miðjan janúar og sveitarfélagið auglýsir eftir tilnefningum með góðum fyrirvara þar sem skilafrestur tilnefninga er tiltekinn.

     

    Reglur um íþróttamann ársins

     

     

     

     

     

     

     

     

     

Getum við bætt efni síðunnar?