Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar og Voga

Símatími félagsþjónustunnar

Þeir sem vilja leita til félagsþjónustunnar hvort sem er til að fá ráðgjöf eða panta viðtalstíma er vinsamlegast bent á að hafa samband við skrifstofu Félagsþjónustunnar í síma 425-3000.

Hér er hægt að fara beint inn á síðu Velferðarþjónustu í gegnum heimasíðu Suðurnesjabæjar

Reglur varðandi félagsþjónustu

Reglur um liðveislu

Reglur um fjárhagsaðstoð

Reglur um ferðajónustu fatlaðra

Reglur um félagslega heimaþjónustu

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða

Reglur um notendasamning

Hlutverk og verkefni

Hlutverk félagsþjónustunnar almennt er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúanna í sveitarfélögunum á grundvelli samhjálpar eins og kveðið er á um í lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar og Voga leitast við að tryggja íbúum bæjarfélaganna félagslegt öryggi með heildstæðri félagslegri þjónustu. Með skipulagðri félagsþjónustu er lögð áhersla á að réttur íbúa sé alltaf ljós og einstaklingum ekki mismunað með geðþóttaákvörðunum. Þjónustan er opin öllum bæjarbúum og er áhersla lögð á að mæta einstaklingum af virðingu og í fullum trúnaði. Jafnframt er lögð áhersla á að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar, bæði með ráðgjöf og öðrum viðeigandi stuðningi. 

Verkefni Félagsþjónustu Suðurnesjabæjar og Voga eru þau sem lög um félagsþjónustu sveitarfélaga kveða á um sem og önnur viðeigandi lög. Meðal annars er um að ræða almenna félagslega ráðgjöf sem er einn mikilvægasti þátturinn í allri vinnslu mála, fjárhagsaðstoð, málefnum aldraðra, félagslegri heimaþjónustu og málefnum fatlaðra. Félagsþjónustan kemur jafnframt að verkefnum er varðar félagslegt leiguhúsnæði eins og verkefni tengd umsjón með leiguhúsnæði í eigu sveitarfélaganna, úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis í sömu sveitarfélögum. Umsjón og umsýsla vegna húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta eru einnig verkefni félagsþjónustunnar í öllum sveitarfélögunum. Málefni barna og ungmenna, þar með talin vinnsla samkvæmt barnaverndarlögum er umfangsmikill þáttur í starfinu. 

 Barnaverndartilkynning

Reglur varðandi félagsþjónustu

Eyðublöð

Fjölskyldu- og velferðarnefnd Suðurnesjabæjar og Voga

Starfsmenn Félagsþjónustunnar

Getum við bætt efni síðunnar?