Náttúruvá

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig þar sem eldgosinu norðan Stóra-Skógfell er lokið.

Eldgosið sem stóð yfir í 14 daga er þriðja lengsta eldgosið af þeim sex sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni frá því í desember 2023. Gosið sem hófst um miðjan mars stóð í um 54 daga og eldgosið sem hófst í lok maí stóð yfir í um 24 daga. Síðustu merki um gosóróa sáust síðdegis í gær og engin sjáanleg virkni hafa sést í gígum í um hálfan sólarhring. Samkvæmt Veðurstofunni þá er landris hafið að nýju í Svartsengi og verður hættumat þeirra uppfært síðar í dag.

 


Eins og áður eru íbúar hvattir til þess að fylgjast með upplýsingagjöf á almannavarnir.is, vedur.is og í fjölmiðlum.

 

Mikilvægar upplýsingar:

 

Important information/Wazne informacje:

 

Hagnýtir tenglar:

Getum við bætt efni síðunnar?