Sorphirða

Endurvinnslustöð Kölku við Jónsvör
Gámasvæðið er við höfnina.

Opnunartími
Mánudagar - Lokað 
Þriðjudagar kl. 17:00-19:00
Miðvikudagar - Lokað
Fimmtudagar - kl. 17:00-19:00
Föstudagar kl. 17:00-19:00 
Sunnudagar kl. 12:00-16:00 

Sveitarfélögin á Suðurnesjum reka sameiginlega sorpeyðingarstöð. 

Sorp frá heimilum er hirt samkvæmt sorpirðudagatali. Hvert heimili hefur fengið eina 240 l tunnu. Mögulegt er að fá aukatunnur, en þá greiðist auka sorphirðugjald.
Æskilegast er að staðsetja sorpílát í innbyggðum sorpgeymslum, en að öðrum kosti er nauðsynlegt að festa þau tryggilega, þó þannig að auðvelt sé fyrir sorphirðumenn að nálgast þau. Helst skal koma sorpílátum fyrir götumegin við hús og þannig, að leiðin að þeim sé greið og auðvelt sé að aka þeim að götu. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar.

Það sem má og má ekki fara í sorptunnuna

  • Í sorptunnur má eingöngu setja heimilissorp.  
  • Úrgang skal flokka og endurnýta eins og kostur er.
  • Óheimilt er að setja garðaúrgang, múrbrot, jarðefni eða grjót í sorptunnur.  Garðaúrgang skal jarðgera eða skila á endurvinnslustöð Kölku eða á aðra móttökustaði fyrir óvirkan úrgang sem hafa til þess starfsleyfi.
  • Óheimilt er að setja spilliefni, lyf eða annan hættulegan úrgang í sorptunnur. Úrganginum skal skila á endurvinnslustöð Kölku eða til aðila sem hefur starfsleyfi til móttöku á spilliefnum.
  • Óheimilt er að setja timbur, brotamálm og annan grófan úrgang í sorptunnur. Úrganginum skal skilað á endurvinnslustöð Kölku eða til brotamálmsfyrirtækja.

Öll heimili eru með Græna tunnu frá Kölku.

 

 

 

               

Getum við bætt efni síðunnar?