Í næstu viku, 13. - 15. október, fer fram félagsmiðstöðva- og ungmennahúsa vika í Vogum. Markmið vikunnar er að vekja athygli á mikilvægi og gildi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa sem vettvangs fyrir börn og ungmenni til þátttöku, sköpunar og félagslegra tengsla. Foreldrar, forráðamenn, systkini, vinir og aðrir Vogabúar eru hvattir til að kynna sér starfsemi félagsmiðstöðvarinnar okkar í Vogum, Borunnar, og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum sem verða í boði í tilefni vikunnar.
11. október 2025