Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga óskar eftir tilnefningum vegna umhverfisverðlauna 2024.
Ábendingar um snyrtilegar húseignir og garða eða framtak í þágu náttúrunnar, sem vert er að nefndin veiti viðurkenningar fyrir skal senda á Umhverfis- og skipulagssvið sveitarfélagsins á netfangið byggingarfulltrui@vogar.is
Tilnefningarnar taka til garðræktar, snyrtilegs og fallegs frágangs mannvirkja og góðrar umgengni við náttúruna. Þær geta átt við heimili, bæi, frístundarhús, fyrirtæki og félagasamtök.
02. ágúst 2024