Klúbbastarf í Borunni

Félagsmiðstöðin Boran er að hefja nýtt og spennandi klúbbastarf. Næstu fimm vikur verða tveir klúbbar í boði:

  • Bras klúbburinn
  • Skynvæni klúbburinn

Þátttaka í klúbbunum er ókeypis og unglingar geta valið þann klúbb sem þeim finnst mest spennandi og skráð sig. Klúbbastarf er skipulagt hópastarf, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla félagsfærni, svo sem samskipti, samvinnu og það að takast á við ágreining þegar unnið er að verkefnum í hóp.

Skynvæni klúbburinn

Þriðjudagar kl. 18:00-19:30

Skynvæni klúbburinn er einkum ætlaður skynsegin unglingum og öðrum sem geta upplifað mikið skynrænt áreiti. Klúbburinn hentar til dæmis einhverfum unglingum einstaklega vel.

Aldur: Börn fædd á árunum 2008-2012
Staðsetning: Félagsmiðstöðin Boran, Hafnargata 17
Fyrsti hittingur: þriðjudaginn 27. janúar

Markmið klúbbsins

Áhersla er lögð á að skapa öruggt, rólegt og fyrirsjáanlegt rými þar sem unglingar geta:

  • Verið þeir sjálfir án pressu
  • Tekið þátt í virkni sem hentar mismunandi skynþörfum
  • Æft félagsfærni í litlum hópi með skýrri rútínu

Hvernig tryggjum við ró og öryggi?

  • Lítill hópur
  • Alltaf sama starfsfólk til að tryggja stöðugleika
  • Skýr dagskrá (hægt að fá hana fyrirfram)
  • Þægileg lýsing og hljóðlátt umhverfi
  • Alltaf hægt að draga sig í hlé og fara í hvíldarrýmið

Dæmi um kvöld í klúbbnum

  • Kósýkvöld
  • Slímkvöld
  • Sköpunarkvöld
  • Spjall- og umræðukvöld

Skráning

Til að skrá í klúbbinn og fyrir frekari upplýsingar má senda línu á:
kamilla.jonsdottir@vogar.is

Bras klúbburinn

Fimmtudagar kl. 18:00-19:30

Bras klúbburinn er fyrir öll sem hafa áhuga á allskonar brasi, viðgerðum, vespum og fleiru skemmtilegu.

Aldur: 8.-10. bekkur
Tímabil: 23. janúar-19. febrúar
Staðsetning: Félagsmiðstöðin Boran, Hafnargata 17

Skráning

Skráning fer fram í bio á Instagram:
@boran.felagsmidstod