Ungmennaráð Voga komið á skrið

Ungmennaráð Sveitarfélagsins Voga hélt sinn fyrsta formlega fund á dögunum og var margt til umræðu.

Það er morgunljóst að unga fólkið okkar hefur margt til málanna að leggja og mikilvægt að leggja við hlustir. Það er tilhlökkunarefni og dýrmætt hverju sveitarfélagi að hafa yfir öflugum málsvörum barna og ungmenna að ráða og ljóst að þessi hópur mun láta til sín taka.

UNGVOG er skipað fimm ungmennum, þeim Alex Erni Skúlasyni sem situr fyrir hönd Þróttar, Elíasi Ármanni Gunnarssyni sem situr fyrir hönd Tíguls, Emelíu Ósk Ragnarsdóttur og Sigurrós Evu Sverrisdóttur sem sitja fyrir hönd Stóru-Vogaskóla og Jökli Þór Kjartanssyni sem situr fyrir hönd framhaldsskólanema.
Kamilla Huld Jónsdóttir, forvarnarfulltrúi og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir eru starfsmenn ráðsins.

UNGVOG - Ungmennaráð Voga
F.v. Emelía Ósk Ragnarsdóttir, Sigurrós Eva Sverrisdóttir, Elías Ármann Gunnarsson og Alex Örn Skúlason. Á myndina vantar Jökul Þór Kjartansson.