Eldgos er hafið við Sundhnúkagígaröðina. Í dag er suðaustlæg átt, sem þýðir að gasmengun gæti borist yfir Sveitarfélagið Voga, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn Startup Landið fyrir nýsköpunarhugmyndir á landsbyggðunum. Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Þriðjudaginn 1. júlí verður opið hús á bæjarskrifstofunni frá kl: 13 - 16 þar sem vinnslutillögur vegna aðal- og deiliskipulags fyrir Hafnargötu 101 munu liggja frammi og verður tekið við ábendingum. Hvetjum við alla áhugasama til þess að kynna sér vinnslutillögurnar og koma á framfæri ábendingum ef svo ber undir.
Þann 17. júní 2025 við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal voru veitt menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2025. Menningarverðlaunin í ár hlaut Rafn Sigurbjörnsson, eða Rafn Sig eins og hann er oftast kallaður - ljósmyndari, myndbandsgerðar- og tónlistarmaður.
Tímamót urðu í málefnum barna á Íslandi þann 23. júní þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað. Ráðið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og var sett á laggirnar í kjölfar samþykktar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og samstarfssamnings við Mennta- og barnamálaráðuneytið.