Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Tekjutengdur afsláttur af leikskólagjöldum

Tekjutengdur afsláttur af leikskólagjöldum

Foreldrar eru minntir á að sækja þarf um tekjutengdan afslátt af leikskólagjaldi fyrir 1. september 2025
Sundlaug og ærslabelg lokað í dag

Sundlaug og ærslabelg lokað í dag

Vegna nornahára sem streyma frá gosstöðvunum var tekin ákvörðun um að loka fyrir sundlaug og ærslabelg í dag.
Eldgos er hafið við Sundhnúkagígaröðina

Eldgos er hafið við Sundhnúkagígaröðina

Eldgos er hafið við Sundhnúkagígaröðina. Í dag er suðaustlæg átt, sem þýðir að gasmengun gæti borist yfir Sveitarfélagið Voga, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð.
Sumaropnunartími bókasafnsins frá 24. júní

Sumaropnunartími bókasafnsins frá 24. júní

Sumaropnunartími bókasafnsins frá 24. júní en vinsamlegast athugið að bókasafnið verður lokað 21. júlí til 11. ágúst vegna sumarleyfa
Lokað fyrir kalda vatnið í Hvammsgötu eftir hádegi í dag

Lokað fyrir kalda vatnið í Hvammsgötu eftir hádegi í dag

Lokað verður fyrir kalda vatnið í Hvammsgötu eftir hádegi í dag
Opið fyrir umsóknir í Startup Landið

Opið fyrir umsóknir í Startup Landið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í hraðalinn Startup Landið fyrir nýsköpunarhugmyndir á landsbyggðunum. Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst Hraðallinn hefst 18. september og lýkur með lokaviðburði 30. október þar sem þátttakendur kynna verkefni sín.
Kynning á vinnslutillögum vegna skipulagsmála fyrir Hafnargötu og Jónsvör

Kynning á vinnslutillögum vegna skipulagsmála fyrir Hafnargötu og Jónsvör

Þriðjudaginn 1. júlí verður opið hús á bæjarskrifstofunni frá kl: 13 - 16 þar sem vinnslutillögur vegna aðal- og deiliskipulags fyrir Hafnargötu 101 munu liggja frammi og verður tekið við ábendingum. Hvetjum við alla áhugasama til þess að kynna sér vinnslutillögurnar og koma á framfæri ábendingum ef svo ber undir.
Menningarverðlaun 2025

Menningarverðlaun 2025

Þann 17. júní 2025 við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal voru veitt menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga 2025. Menningarverðlaunin í ár hlaut Rafn Sigurbjörnsson, eða Rafn Sig eins og hann er oftast kallaður - ljósmyndari, myndbandsgerðar- og tónlistarmaður.
Suðurnesin leiðandi í farsæld barna

Suðurnesin leiðandi í farsæld barna

Tímamót urðu í málefnum barna á Íslandi þann 23. júní þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað. Ráðið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og var sett á laggirnar í kjölfar samþykktar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og samstarfssamnings við Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar

235. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 25. júní 2025 og hefst kl. 17:30.