Nemendaráð Stóru-Vogaskóla, í samstarfi við Félagsmiðstöðina Boruna, býður öllum nemendum í 1.–4. bekk á hrekkjavökuball fimmtudaginn 30. október næstkomandi.
Ballið fer fram í Félagsmiðstöðinni Borunni, Hafnargötu 17. Hvetjum öll til þess að mæta í búning þar sem verða veittir vinningar fyrir flottasta og frumlegasta búninginn! Ásamt því verður tónlist, dans, skemmtilegir leikir, draugahús, sjoppa og fleira í boði. Aðgangseyrir er aðeins 500 kr.
Komdu og vertu með í hrekkjavökustemningunni!