Árlega útnefnir Sveitarfélagið Vogar íþróttamann ársins og veitir einnig hvatningarverðlaun til barna- og ungmenna.
Í ár verður sú nýbreytni að óskað er eftir tilnefningum um sjálfboðaliða ársins, einstakling sem unnið hefur óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.
Auglýst er eftir tilnefningum frá einstaklingum, félagasamtökum og íþróttafélögum í sveitarfélaginu. Þau sem tilnefnd eru sem íþróttamaður ársins skulu hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Vogum eða keppa fyrir hönd íþróttafélags í sveitarfélaginu. Þau skulu hafa náð 16 ára aldri, þó er heimilt að tilnefna unglinga á aldrinum 14-16 ára sem keppa í flokki fullorðinna og hafa náð árangri á við þá bestu í sinni grein. Tilnefningum skal fylgja greinargerð.
Skilafrestur er til 8. desember 2025 og senda skal á netfangið: holmfridur.j.arnadottir@vogar.is
Íþróttamaður ársins fær afhentan farandbikar við hátíðlega athöfn og þá eru einnig veitt hvatningarverðlaun. Miðað er við að athöfnin fari fram í janúar.

Frá afhendingu fyrir árið 2024
Frá vinstri: Pétur Már Ólafsson, Marteinn Ægisson tók við tilnefningu Magnúsar Más Traustasonar, Jóhann Þór Arnarsson, Logi Friðriksson tók við tilnefningu Valdimars Kristins Árnasonar.