238. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 29. október 2025 og hefst kl. 17:30.
Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu
Dagskrá:
Almenn mál
1. 2505021 - Viðaukar 2025
Tekið fyrir 7. mál á dagskrá 437. fundar bæjarráðs þann 22.október 2025: Viðaukar
2025.
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025.
Rekstur
Fyrirséð er að kostnaður vegna barnaverndar verði 12 m.kr. hærri en áætlað var fyrir
ásamt því að sérfræðikostnaður hjá Stóru-Vogaskóla er yfir áætlun vegna uppfærslu á
ipödum fyrir nemendum sem nam 2,3 m.kr. Fjölskyldudagar í Vogum fóru 1 m.kr. fram
úr áætlun ásamt því að fyrirséð er að kostnaður vegna matvæla hjá leikskólanum
Suðurvöllum verði hærri en áætlað var fyrir eða um 8,8 mkr. Helstu ástæður aukins
kostnaðar hjá leikskólanum er fjölgun barna á árinu, vanáætlun á upphaflegri áætlun
ásamt því að á árinu var hafið samstarf við Skólamat ehf. en samhliða þeirri breytingu
fækkaði stöðugildum í mötuneyti.
Útsvar og fasteignaskattur var 85,7 m.kr. yfir áætlun fyrstu átta mánuði ársins.
Að teknu tilliti til aukningar tekna um 85,7 m.kr. eru nettóáhrif á rekstrarniðurstöðu
jákvæð um 61,6 m.kr. og gert ráð fyrir hækkun handbærs fjár sem því nemur.
Styrkur til Knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Þróttar - Mál nr. 2509006
Á 433. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja knattspyrnudeild
Ungmennafélagsins Þróttar um 350 þúrsund krónur og bjóða þannig íbúum
sveitarfélagsins og stuðningsmönnum Þróttar á heimaleik félagsins. Styrkurinn verður
fjármagnaður með tilfærslu af deild 0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0689 og
hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.
Styrkur til Skyggnis Björgunarsveitar - Mál nr. 2509008
Á 434. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja Björgunarsveitina Skyggni
sem nemur 192.970 krónum með niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í
árskorti í líkamsrækt og sund. Styrkurinn verður fjármagnaður með tilfærslu af deild
0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0789 og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif
á áætlað handbært fé.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til staðfestingar í
bæjarstjórn.
2. 2104026 - Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040
Tekið fyrir 1. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 20.05.2025:
Endurskoðun aðalskipulags 2024 -2040.
Tekin fyrir að nýju tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga að
loknu auglýsingaferli skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var
auglýst frá og með 28. júlí til og með 8. september 2025. Umsagnir og athugasemdir
bárust frá 13 aðilum.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna og athugasemda
sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og eftirfarandi breytingar gerðar:
-Umfjöllun um svæði í B hluta Náttúruminjaskrár bætt við í greinargerð.
-Bætt er við þremur varúðarsvæðum vegna gruns um mengaðan jarðveg skv. ábendingu
Náttúruverndarstofnunar.
Skipulagsnefnd telur umræddar breytingar á tillögu ekki vera grundvallar breytingar í
skilningi 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við
bæjarstjórn að tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040 verði samþykkt
skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að bæjarstjórn geri svör
skipulagsnefndar að sínum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði
falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, ásamt athugasemdum og umsögn
bæjarstjórnar um þær.
3. 2510015 - Óveruleg breyting á lóðarmörkum milli Sjávarborgar 16 og 18
Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 21.10.2025: Óveruleg
breyting á lóðarmörkum milli Sjávarborgar 16 og 18.
Óskað er eftir breytingu á lóðarmörkum. Um er að ræða tilfærslu á lóðarmörkum lóðar
16 að lóðarmörkum lóðar númer 18, sem nemur breidd göngustígsins sem er á
deiliskipulaginu. Þar með hverfur stígurinn af deiliskipulaginu, en stígur þessi þjónar
ekki lengur þeim tilgangi sem að var stefnt í upphaflegu skipulagi hverfisins.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé
að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og
skipulagssviði að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við
bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og
málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2107005 - Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi
Tekið fyrir 3. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 21.10.2025: Göngu- og
hjólreiðastígur Vogastapa
Umhverfis- og skipulagssviði var falið að ræða við HS-veitur og landeigendur með það
fyrir augum að hjóla- og göngustígur verði á hitaveituslóð. Ný tillaga var kynnt
skipulagsnefnd eftir samtal við framgreinda aðila.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út
framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga stígsins, frá þéttbýlinu til vesturs upp að Vogastapa
og grenndarkynna framkvæmdarleyfið. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag
Voga 2008-2028 ásamt því að vera í samræmi við tillögu að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem er í vinnslu.
5. 2509011 - Framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsmana við Heiðarholt
Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 21.10.2025:
Framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsmana við Heiðarholt
Sótt er framkvæmdaleyfi fyrir mön skv. skipulagi og meðfylgjandi útfærslu. Mönin er 60
m á lengd, 20m á breidd og um 3-4 metrar á hæð.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi fyrir
jarðvegsmön sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Fundargerðir
6. 2510005F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 437
7. 2510003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 436
8. 2509010F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 435
9. 2510001F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74
10. 2509008F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 126