Suðurnesin leiðandi í farsæld barna
Tímamót urðu í málefnum barna á Íslandi þann 23. júní þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað. Ráðið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og var sett á laggirnar í kjölfar samþykktar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og samstarfssamnings við Mennta- og barnamálaráðuneytið.
25. júní 2025
