Fréttir

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Tilkynning frá HS Veitum

Tilkynning frá HS Veitum

Þriðjudaginn 20. maí er fyrirhugað að spennubreyta á Vogagerði 10-33 og Akurgerði 7-16, Tjarnargötu 14 og Ægisgötu 33. Rafvirkjar á vegum HS Veitna munu þurfa að komast inn í öll húsin og gera breytingar á töflum og inntaksboxum.
Ársreikningur 2024 samþykktur í bæjarstjórn

Ársreikningur 2024 samþykktur í bæjarstjórn

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2024 var samþykktur samhljóða í bæjarstjórn þann 12. maí 2025.
Hvernig undirbý ég mig fyrir neyðarástand?

Hvernig undirbý ég mig fyrir neyðarástand?

Fræðsla og umræður í Tjarnarsal um andlegan og praktískan undirbúning fyrir neyðarástand.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar

233. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, mánudaginn 12. maí 2025 og hefst kl. 17:30.
Lokað fyrir kalda vatnið í Brekkugötu

Lokað fyrir kalda vatnið í Brekkugötu

Lokað er fyrir kalda vatnið í Brekkugötu eins og er, unnið er að viðgerð
Kynning skipulagslýsingar við Hafnargötu og Jónsvör

Kynning skipulagslýsingar við Hafnargötu og Jónsvör

Fyrirhuguð uppbygging mun styðja við fjölbreyttara framboð af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu en jafnframt stuðla að verndun og varðveislu atvinnusögunnar með endurbyggingu elsta húshluta fyrrverandi fiskvinnsluhúss. Í endurbyggðum húshluta til vesturs verður gert ráð fyrir verslun- og/eða þjónustu og fjarvinnuaðstöðu (skrifstofuhótel). Í nýjum húshluta til austurs er gert ráð fyrir fjölbýlishúsi með inngöngum, bíl- og hjólageymslum ásamt geymslum íbúða á jarðhæð en íbúðir verða á 2-4. hæð. Uppbygging á lóðinni styður við markmið sveitarfélagsins um fjölbreyttara búsetuform og nýtist bæjarbúum öllum vegna verslunar- og þjónusturýma.
Vatnstruflanir

Vatnstruflanir

Unnið er að lekaleit í vatnsveitukerfi sveitarfélagsins.
Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar

232. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 30. apríl 2025 og hefst kl. 17:30.
Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði

Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða drífandi og vel skipulagðan einstakling í starf verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagssviði. Starfið er fjölbreytt og spennandi og heyrir undir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Um er að ræða 100% starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Verkefni umhverfis- og skipulagssviðs hafa aukist að umfangi samhliða örum vexti sveitarfélagsins og mun verkefnastjóri í samráði við sviðsstjóra meðal annars taka þátt í að formgera ferla og vinnulag innan sviðsins. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
Vinnuskólinn - opið fyrir umsóknir

Vinnuskólinn - opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskólann 2025.