AUGLÝSING UM AÐALSKIPULAG VOGA

Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040. Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu skv. 15. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 111/2021.

Sveitarstjórn Voga samþykkti þann 28. maí 2025 að auglýsa tillögu að endurskoðun aðalskipulagsins. Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarfélagsins um innviði, þróun byggðar, landnotkun, náttúruvernd, samgöngur, þjónustu og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Aðalskipulagstillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerð, tveimur skipulagsuppdráttum og skýringaruppdráttum.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillöguna og eru þeir hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar mál nr. 1468/2024, sjá hér https://www.skipulagsgatt.is/issues/2024/1468. Þá liggja gögnin frammi til sýnis á bæjarskrifstofu Voga og skrifstofu Skipulagsstofnunar frá 28. júlí 2025 til og með 8. september 2025. Gefin er 6 vikna athugasemdafrestur sem lýkur 8. september 2025. Að athugasemdatíma loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Athugasemdir skal senda skriflega í gegnum skipulagsgátt Skipulagstofnunar mál nr. 1468/2024, sjá slóð hér að ofan.


Skipulagsfulltrúi