Dagskrá bæjarstjórnarfundar

236. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 27. ágúst 2025 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2502022 - Kosning í ráð og nefndir 2025

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan í fjölskyldu- og velferðarráði Suðurnesjabæjar og
Sveitarfélagsins Voga. Tinna Huld Karlsdóttir segir sig frá nefndinni af persónulegum
ástæðum. Lagt til að fyrir E-lista verði Elísa Fönn Grétarsdóttir tilnefnd í hennar stað sem
aðalmaður og Inga Rut Hlöðversdóttir sem varamaður.

2. 2405001 - Innleiðing breytinga á stjórnskipulagi, ráðning sviðsstjóra

Tekið fyrir 2. mál á dagskrá 428. fundar bæjarráðs þann 4.júní 2025: Innleiðing breytinga
á stjórnskipulagi, ráðning sviðsstjóra.
Lögð fram tillaga um stofnun fjölskyldsviðs hjá sveitarfélaginu og ráðningar sviðsstjóra,
kynningar á breytingum því samhliða og tilboð ráðningarstofa.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að stofnað verði fjölskyldusvið hjá sveitarfélaginu og
ráðinn verði sviðsstjóri til að leiða starfsemina. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga
við Hagvang um ráðgjöf við ráðningu í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra
umhverfis- og skipulagssviðs í samræmi við kynntar skipulagsbreytingar.

Fundargerðir
3. 2508002F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 432
4. 2507001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 431
5. 2506008F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 430
6. 2508001F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72
7. 2508003F - Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 27
8. 2506001F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 125