Tilkynning um framkvæmdir í götunni Aragerði, botnlanga til norðurs, frá Tjarnargötu

Þann 1. september nk. hefjast framkvæmdir við endurgerð götunnar. Framkvæmdin felur í sér uppgröft í götu, greftri fyrir lögnum, klapparfleygun, fyllingum í götustæði og lagnaskurði, lagningu fráveitu- og vatnslagna, endurnýjun götulýsingar, lagningu hitaveitulagna og fjarskiptalagna og malbikun.

Óhjákvæmilega hafa framkvæmdirnar í för með sér nokkra röskun og truflun fyrir íbúa við götuna meðan á þeim stendur. Búast má við því að loka þurfi fyrir umferð um götuna um lengri eða skemmri tíma. Reynt verður eftir föngum að haga framkvæmdum þannig að óþægindi verði sem minnst.

Um leið og beðist er velvirðingar af því ónæði sem af þessu hlýst er óskað eftir því að íbúar og aðrir sýni biðlund og taki tillit til framkvæmdanna og þeirrar umferðastýringar og lokanna sem þeim fylgir.

Verklok eru áætluð um miðjan nóvember 2025.

Sveitarfélagið Vogar