Framtíðar atvinnuuppbygging á Keilisnesi er eitt helsta áherslumál í starfsemi sveitarfélagsins á árinu en svæðið býr yfir ótvíræðum kostum til ýmiss konar uppbyggingar. Framtíðar uppbygging mun fjölga atvinnutækifærum í sveitarfélaginu auk þess að styrkja rekstur sveitarfélagsins og þar með auka lífsgæði íbúa.
Við stöndum nú á þeim tímamótum að nýtt aðalskipulag er á lokametrum og því ekkert að vanbúnaði að hefja deiliskipulagsgerð. Vilji sveitarfélagsins er til að fá öfluga aðila að borðinu sem sjái fyrir sér að byggja upp atvinnustarfsemi til framtíðar á svæðinu.
Nýlega var settur í loftið vefurinn www.keilisnes.is til að kynna svæðið og verður vefurinn uppfærður eftir því sem verkefninu vindur fram. Við hvetjum íbúa og aðra áhugasama til að kynna sér vefinn. Einnig verður efnt til íbúafundar á næstunni til að kynna verkefnið og hlökkum við til að ræða málin við ykkur.
Keilisnes - Mynd: Rafn Sig.