Samfés–Con 2026

Starfsfólk Borunnar fór á viðburðinn Samfés-Con á dögunum. Þangað komu 240 starfsmenn félagsmiðstöðva og ungmennahúsa alls staðar af landinu saman, fengu fræðslu og innblástur og miðluðu reynslu af starfi með börnum og ungmennum.

Það er gaman að sjá hve áhugasamt og öflugt starfsfólk Borunnar er og hvetjum við öll ungmenni til að láta sjá sig í félagsmiðstöðinni eða skrá sig í klúbbastarfið sem er til fyrirmyndar á landsvísu.

Sjá frétt frá viðburðinum: https://www.samfes.is/frettir/samfs-con-2026

Starfsfólk Borunnar í góðum gír á Samfés-Con 2026