Fjör í félagi eldri borgara

Félag eldri borgara í Vogum tók á móti formanni og framkvæmdarstjóra Landssambands eldri borgara nú á dögunum.

Vel var mætt til þessara vinafundar okkar sem haldinn var í Álfagerði og virkilega góð kynning og upplýsingar sem þau Björn Snæbjörnsson formaður (Höfðhverfingur með meiru) og Oddný Árnadóttir framkvæmdastýra deildu með okkur.

Formaður FEBV er Ragnar Ásgeirsson: raggiasgeirs@gmail.com og síminn hjá honum er 824 4862 ef þið viljið frekari upplýsingar. Þá er Álfagerði félagsstarf á Facebook og þar eru settar inn auglýsingar og tilkynningar.

Hér fylgir hlekkur á upptöku af málþingi sem Landssambandið hélt í október í fyrra og við hvetjum ykkur til að horfa á: https://www.leb.is/viburir/ofbeldierogn

F.v. Ragnar Ásgeirsson, formaður eldri borgara í Vogum, Oktavía Ragnarsdóttir, umsjónamaður félagsstarfs eldri borgara, Hólmfríður J. Árnadóttir, sviðstjóri fjölskyldusviðs, Björn Snæbjörnsson, formaður Landssambands eldri borgara og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri LEB.

Margt um manninn í Álfagerði

 

Ragnar Ásgeirsson, formaður Félags eldri borgara í Vogum

Björn Snæbjörnsson, formaður Landssambands eldri borgara

Góðar veitingar á boðstólum