Álagningarseðlar fasteignagjalda fyrir árið 2026 eru nú aðgengilegir á www.island.is. Álagning fasteignagjalda er reiknuð út frá fasteignamati húss og lóðar. Á seðlunum koma fram fjárhæðir fasteignaskatts, lóðarleigu, vatnsgjalds og fráveitugjalds auk sorphirðugjalda.
Starfsfólk Borunnar fór á viðburðinn Samfés-Con á dögunum. Þangað komu 240 starfsmenn félagsmiðstöðva og ungmennahúsa alls staðar af landinu saman, fengu fræðslu og innblástur og miðluðu reynslu af starfi með börnum og ungmennum.
Á morgun, þriðjudaginn 27. janúar, mun HS Orka ráðast í nauðsynlegt viðhald og viðgerð á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Á meðan á viðhaldinu stendur mun fyrirtækið tímabundið blanda natríumsúlfíti í heita vatnið. HS Orka afhendir HS Veitum heitt vatn á Fitjum til dreifingar til heimila og fyrirtækja í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.
Framtíðar atvinnuuppbygging á Keilisnesi er eitt helsta áherslumál í starfsemi sveitarfélagsins á árinu en svæðið býr yfir ótvíræðum kostum til ýmiss konar uppbyggingar.