Farsældarráð Suðurnesja og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bjóða til opins málfundar þar sem kynntar verða nýjar tölur og gögn er varpa ljósi á stöðu barna í landshlutanum.
Gönguhópurinn G 190 var stofnaður á dögunum og leggur alltaf upp frá Íþróttahúsi Voga á mánudögum kl. 17:00 – rigning, gola (vindur…) eða sólskin, það skiptir engu máli þegar félagsskapurinn er svona góður!
Árlega útnefnir Sveitarfélagið Vogar íþróttamann ársins og veitir einnig hvatningarverðlaun til barna- og ungmenna. Auglýst er eftir tilnefningum frá einstaklingum, félagasamtökum og íþróttafélögum í sveitarfélaginu.