237. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 24. september 2025 og hefst kl. 17:30.
Í ár fagnar Íþróttavikan 10 ára afmæli og af því tilefni er þér/ykkur boðið í afmælishreyfifögnuð sem fer fram laugardaginn 27. september kl. 10:45 í Elliðaárstöð í Elliðaárdal.
Öll fjölskyldan er hjartanlega velkomin!
Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á virkum dögum og tekur nýr opnunartími gildi þriðjudaginn 23. september 2025.
Lokað verður fyrir kalda vatnið í hluta af Aragerði, Hofgerði, Heiðargerði og Ægisgötu, frá kl. 9:00 í dag og fram eftir degi. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum er þetta kann að valda.
Velkomin til Suðurnesja er móttaka nýrra íbúa á Suðurnesjum. Vefsíðan sudurnes.is stuðlar að því að taka vel á móti nýjum íbúum á Suðurnesjum, með sérstakri áherslu á íbúa af erlendum uppruna og koma upplýsingum til þeirra með markvissum hætti um opinbera þjónustu á svæðinu, nærsamfélagið og hvar sé hægt að nálgast frekari upplýsingar með einföldum hætti.