Upplýsingavefur fyrir nýja íbúa á Suðurnesjum

Velkomin til Suðurnesja er móttaka nýrra íbúa á Suðurnesjum. Vefsíðan sudurnes.is stuðlar að því að taka vel á móti nýjum íbúum á Suðurnesjum, með sérstakri áherslu á íbúa af erlendum uppruna og koma upplýsingum til þeirra með markvissum hætti um opinbera þjónustu á svæðinu, nærsamfélagið og hvar sé hægt að nálgast frekari upplýsingar með einföldum hætti.

Við viljum að nýir íbúar upplifi sig velkomna, þeir séu upplýstir um helstu þjónustu og afþreyingu á svæðinu og verði sem allra fyrst virkir þátttakendur í samfélaginu.

  • Ef þú ert nýr íbúi á Suðurnesjum eða ert að fara flytja, kíktu þá á www.sudurnes.is
  • Ef þú þekkir einhverja nýja íbúa á svæðinu, segðu þeim frá www.sudurnes.is

Saman vinnum við að því bjóða fólk velkomið í samfélagið okkar.

Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fjögurra ríkisstofnanna á Suðurnesjum, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Vinnumálastofnunar, Sýslumanns og Lögreglunnar.