Lengri opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar frá og með 23. september

Á síðasta fundi bæjarráðs var samþykkt að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar á virkum dögum og tekur nýr opnunartími gildi þriðjudaginn 23. september 2025.
 
Nýr opnunartími á virkum dögum verður eftirfarandi:
GYM Heilsa kl. 06:00 - 21:00
Sundlaug kl. 06:15 - 21:00
Salir íþróttamiðstöðvar kl. 06:00 - 21:30
 
(Gestir hafa 15 mínútur eftir auglýstan lokunartíma til yfirgefa íþróttamiðstöðina)
 
Til að komast til móts við aukna eftirspurn eftir plássi í stundatöflu íþróttasalarins hefur verið ákveðið að leigja út tímann frá 20:30 -21:30 (þá er ekki möguleiki á því að nota sturtur eftir að tíma lýkur). Vinsamlegast sendið póst á forstöðumann astamaria@vogar.is eða hafið samband í síma 868-0550 til að kynna ykkur þá tíma sem eru í boði.
 
Við hvetjum íbúa og aðra áhugasama til að fylgja facebooksíðu íþróttamiðstöðvarinnar sem er mjög lifandi og eru reglulega settar inn upplýsingar um starfsemina ásamt öðrum fróðleik: