Dagskrá bæjarstjórnarfundar

237. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, miðvikudaginn 24. september 2025 og hefst kl. 17:30.

Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu

Dagskrá:

Almenn mál

1. 2509027 - Drög að uppfærðum reglum um sérstakan húsnæðisstuðning
Tekið fyrir 2. mál á dagskrá 60. fundar fjölskyldu- og velferðarráðs þann 14.ágúst 2025:
Sérstakur húsnæðisstuðningur.
Endurskoðun reglna um sérstakan húsnæðisstuðning út frá leiðbeiningum félags- og
húsnæðismálaráðuneytisins. Lagt fram til kynningar og afgreiðslu. Samþykkt samhljóða
að fela sviðsstjóra að uppfæra reglur um sérstakan húsnæðisstuðing út frá leiðbeiningum
frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu.
Málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir
2. 2509004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 434
3. 2508006F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 433
4. 2509002F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 73
5. 2509003F - Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 115