Fréttir af Félagsmiðstöðinni Borunni

Það er sannkallað ánægjuefni að kynna nýtt starfsfólk Félagsmiðstöðvarinnar Borunnar.

Ráðningarferli átti sér stað í sumar undir styrkri stjórn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu og var Kamilla Huld Jónsdóttir ráðin forstöðumaður til eins árs. Kamilla Huld mun vera tengiliður Samfés og SamSuð og vera í öflugu samráði og samstarfi við Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ hvað varðar forvarnar- og félagsstarf. Hún mun starfa undir fjölskyldusviði sem nú fer með íþrótta- og tómstundamál í sveitarfélaginu.

Auk hennar munu Róbert Andri, Adrian, Gunnhildur, Stefán Svanberg og Jökull Þór starfa í félagsmiðstöðinni. Þarna fáum við til liðs við okkur frábæran hóp fyrirmynda sem munu leiða, efla og móta starfið af metnaði og með gleði í fyrirrúmi.

Félagsstarf gegnir lykilhlutverki í lífi barna og ungmenna. Það er vettvangur þar sem vinátta og sjálfstraust eflist, nýjar hugmyndir fá að dafna og félagsþroski styrkist. Slíkt starf er einnig mikilvægur hluti forvarna – að skapa jákvætt styrkjandi umhverfi og tækifæri sem leggja grunn að heilbrigðum og hamingjusömum einstaklingum.

Það er gaman að segja frá því að starfsemin lofar góðu og mæting í Boruna nú í haustbyrjun hefur farið fram úr björtustu vonum. Við hlökkum til framhaldsins!


Kamilla Huld Jónsdóttir, forstöðumaður Borunnar


Adrian Krawczuk


Gunnhildur Hjörleifsdóttir


Jökull Þór Kjartansson


Róbert Andri Drzymkowski


Stefán Svanberg Kjartansson