Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga óskar eftir tilnefningum vegna umhverfisverðlauna 2025.
Ábendingar um snyrtilegar húseignir og garða eða framtak í þágu náttúrunnar, sem vert er að nefndin veiti viðurkenningar fyrir skal senda á Umhverfis- og skipulagssvið sveitarfélagsins á netfangið usk@vogar.is
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040. Samhliða er auglýst tillaga að umhverfisskýrslu skv. 15. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 111/2021.
Ungmenni í Vinnuskólanum hafa verið send heim í dag vegna slæmra loftgæða. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með loftgæðum og viðeigandi viðbrögðum á loftgaedi.is
Eldgos er hafið við Sundhnúkagígaröðina. Í dag er suðaustlæg átt, sem þýðir að gasmengun gæti borist yfir Sveitarfélagið Voga, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð.