Eldgos er hafið við Sundhnúkagígaröðina

Eldgos hófst við Sundhnúkagígaröðina rétt fyrir kl. 4 nótt og er það tólfta í röðinni.

Í dag er suðaustlæg átt, sem þýðir að gasmengun gæti borist yfir Voga, Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð.

Því gæti verið gott að loka gluggum í dag.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast vel með í fjölmiðlum og loftgæðum inn á www.loftgaedi.is á meðan gosinu stendur og skoða styrk brennisteinsdíoxíðs SO2. Inni á loftgaedi.is er einnig að finna ráðleggingar um viðbrögð við mismunandi styrk mengunar.
 

Borið hefur á því að svo kallað nornahár hafi borist frá gosinu við Stóra-Skógfell aðfararnótt miðvikudagsins 16. júlí sl. Um er að ræða beitta glerþræði sem geta stungist í húð.

Foreldrum er ráðlagt að hafa vara á vegna þessa og hreinsa trampolín og önnur leiktæki fyrir notkun. Eins ætti að varast að börn stingi nálunum upp í sig eða séu berfætt utandyra á meðan þessi hætta er fyrir hendi.

Sjá einnig: https://www.hss.is/um-hss/frettasafn/nornahar

 
Til viðbótar þá er hægt að fylgjast með gasmengunarspám frá Veðurstofu Íslands og Belgingi á tenglum hér að neðan:

https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/

https://gos.belgingur.is/

Upplýsingar um stöðuna verða uppfærðar á heimasíðu sveitarfélagsins reglulega þar til eldgosinu lýkur.