Tekjutengdur afsláttur af leikskólagjöldum

Foreldrar eru minntir á að sækja þarf um tekjutengdan afslátt af leikskólagjöldum fyrir 1. september 2025

Sótt er um í gegnum íbúagátt á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga.

Íbúagátt

Afslátturinn tekur gildi í mánuðinum eftir að umsókn berst og gildir einungis eitt skólaár í senn, þ.e. frá 1. september 2025 -31. ágúst 2026.

Afsláttur er veittur af almennu dvalargjaldi, ekki fæði, í samræmi við tekjuviðmið sem Sveitarfélagið Vogar setur.

TEKJUVIÐMIÐ:
Brúttótekjur á ári :
Einstaklingur:
0 til 5.436.063 kr. 40%
5.436.064 kr. til 6.265.778 kr. 20%

Fólk í sambúð:
0 til 7.310.319 kr. 40%
7.310.320 kr. til 8.773.559 kr. 20%