Þér er boðið - 10 ára afmælishátíð Íþróttaviku Evrópu, 27. september nk.

Í ár fagnar Íþróttavikan 10 ára afmæli og af því tilefni er þér/ykkur boðið í afmælishreyfifögnuð sem fer fram laugardaginn 27. september kl. 10:45 í Elliðaárstöð í Elliðaárdal.
Öll fjölskyldan er hjartanlega velkomin!


Íþróttavika Evrópu fagnar 10 ára afmæli.

Komdu með alla fjölskylduna, vinina, ömmu og afa, langömmu og langafa, í Elliðaárdalinn laugardaginn 27. september og taktu þátt í 2 km afmælishlaupi/göngu.
Það er engin tímataka og allir fara á sínum hraða og á sínum forsendum. Brautin er malbikuð og öllum fær, líka þeim sem nota göngugrind eða hjólastól.

Upphitun hefst kl. 10:45. Stutt ávörp flytja
-Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra
-Willum Þór Þórsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

-Stutt hreyfiupphitun
Kynnir er Rakel Magnúsdóttir

Í brautinni verða skemmtilegir karakterar, tónlist og léttar hreyfiáskoranir, við allra hæfi, hvort sem þú ert 2 ára eða 90+ ára, fatlaður eða ekki.

Eftir hlaupið mætir Hringleikur sirkuslistafélag og Leikhópurinn Lotta á svæðið og skemmtir gestum.
Sýning Lottu hefst kl. 12:00.


Í boði verður kókómjólk frá MS og drykkir frá Coca Cola European partners.

Heppnir gestir fá gefins alls kyns varning á meðan birgðir endast.

Kaffihúsið Elliði er með tilboð á kaffi og bakkelsi.

 

Skráning á www.beactive.is
Allir sem skrá sig fá senda þátttökuviðurkenningu sem má prenta út eða senda á fjölskylduna.

Samstarfsaðilar viðburðar eru Reykjavíkurborg, Íþróttabandalag Reykjavíkur, Bjartur Lífstíll, Landssamband eldri borgara, Allir með! og Elliðaárstöð.