Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2024-2040

Sveitarfélagið Vogar - Aðalskipulag 2024 – 2040

Niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum 29. október að gera bókun skipulagsnefndar að sinni um samþykkt nýs aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Voga sem skildi afgreitt skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Við lokaafgreiðslu aðalskipulags var tekin afstaða til framkominna athugasemda og eftirfarandi breytingar gerðar:

  • Umfjöllun um svæði í B hluta Náttúruminjaskrár bætt við í greinargerð.
  • Bætt er við þremur varúðarsvæðum vegna gruns um mengaðan jarðveg skv. ábendingu Náttúruverndarstofnunar.

Endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2008 – 2028 hefur verið í vinnslu frá árinu 2019. Nýtt aðalskipulag hefur verið unnið í samráði við íbúa og hagsmunaaðila og er niðurstaðan nýtt aðalskipulag sem finna má á Skipulagsgátt undir málsnúmerinu 1468/2024.

Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Voga