Laust starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Sveitarfélagsins Voga.

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða drífandi og vel skipulagðan einstakling í starf forstöðumanns í‏þróttamiðstöðvar og sundlaugar. Starfið heyrir undir íþrótta- og tómstundafulltrúa og er á Fjármála- og stjórnsýslusviði. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Lögð er áhersla á að hvetja íbúa til heilsueflingar og veita þeim sem sækja íþróttamiðstöð framúrskarandi þjónustu. Forstöðumaður mun m.a. koma til með að móta og innleiða þjónustustefnu. Forstöðumaður ber ábyrgð á rekstri íþróttamiðstöðvar, fjárhag stofnunarinnar og er yfirmaður starfsfólks íþróttamiðstöðvar. Viðkomandi gengur jafnframt vaktir í íþróttamiðstöð.

Leitað er eftir metnaðarfullum og úrræðagóðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Helstu verkefni

 • Ábyrgð á daglegum rekstri íþróttamiðstöðvar, s.s. skipulagning vakta, umsjón með tækjum og búnaði og minniháttar viðhald, framfylgni öryggis- og þrifaferla og ‏þjónustustefnu ‏
 • Ábyrgð á starfsmannahaldi
 • Ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð
 • Ytri og innri upplýsingagjöf um starfsemina og kynningarstarf
 • Umsjón með minniháttar viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar
 • Skipulagning og utanumhald um nýtingu og útleigu sala íþróttamiðstöðvar og sundlaugar í samráði við íþrótta – og tómstundafulltrúa og samskipti við forstöðumenn stofnana og íþróttafélaga því tengdu
 • Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar stendur vaktir og sinnir sömu verkum og aðrir starfsmenn íþróttamiðstöðvar, samkvæmt starfslýsingu starfsmanna íþróttamiðstöðvar hverju sinni
 • Önnur tilfallandi verkefni falin af íþrótta- og tómstundafulltrúa sem tengjast rekstri íþróttamiðstöðvar

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

 • Framhaldsskólapróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun með mannaforráðum og reynsla af rekstri
 • Reynsla af sambærilegum störfum í sundlaugum og/eða öðrum íþróttamannvirkjum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Leiðtogafærni, frumkvæði og faglegur metnaður
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Færni í tölvunotkun
 • Þarf að geta staðist hæfnispróf sundstaða
 • Hreint sakavottorð sbr. 3.-4. mgr. 10.greinar æskulýðslaga nr. 70/2007 er skilyrði

 

Laun eru eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um.

 

Umsóknarfrekstur er til og með 18. júlí nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, gudmundurs@vogar.is. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á Alfred.is.

 

Sveitarfélagið Vogar er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjumm og eru íbúar ríflega 1600 talsins. Talsverð uppbygging á sér stað í ört vaxandi sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er mjög vel staðsett í nágrenni við þjónustu og vinnumarkað höfuðborgarsvæðisins en býður upp á rólegt og vinalegt umhverfi þar sem stutt er í náttúruna.