Samfélagið í Vogum njóti ávinnings af bata í rekstri og þjónusta eflist í stækkandi bæ
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í gær fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun 2026-2029. Samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um 168 milljónir króna og veltufé frá rekstri um ríflega 340 milljónir króna, eða sem nemur 11,4% af áætluðum heildartekjum ársins.
11. desember 2025
