Tilnefningar óskast til Hvatningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga

Frístunda- og menningarnefnd óskar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Sveitarfélagsins Voga fyrir ungmenni í íþróttum með lögheimili í Vogum.
Öllum íþróttafélögum og einstaklingum í sveitarfélaginu er heimilt að senda inn tilnefningar.

Verðlaunin eru veitt ungum íþróttaiðkanda sem:
• sýnir stöðugan áhuga og góða ástundun
• er góður félagi og styrkir liðsheildina
• er góð fyrirmynd annarra barna og ungmenna í samfélaginu

Aldurshópur:
Lágmarksaldur: 10 ár
Hámarksaldur: 16 ár

Tilnefningum skal fylgja:
• greinargerð sem lýsir ástæðu tilnefningar

Val á verðlaunahafa:
Frístunda- og menningarnefnd velur úr innsendum tilnefningum

Skilafrestur er til 31. desember 2025
Tilnefningar skal senda á: holmfridur.j.arnadottir@vogar.is 

Við hvetjum íþróttafélög, þjálfara, foreldra og íbúa til að tilnefna þau ungmenni sem sýna jákvætt viðmót, þrautseigju og eru fyrirmyndir í íþróttalífi Voga.
Svona tilnefningar eru mikilvægar og geta eflt og styrkt unga fólkið okkar, endilega verið með!