Starf Umsjónarmanns leikjanámskeiðs

Leitað er að einstaklingi til að sjá um Leikjanámskeið sumarsins.

Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum.

Skilyrði er að umsækjandi sé 18 ára eða eldri.

Nánari upplýsingar um starf umsjónarmanns leikjanámskeiðs veitir Guðmundur Stefán, Íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 793-9880.

Umsóknir sendist á gudmundurs@vogar.is fyrir 19.apríl næstkomandi.