Safnahelgi á Suðurnesjum er 14. - 15. mars næstkomandi. Í Sveitarfélaginu Vogum verður lögð áhersla á ljósmyndir og ljósmyndasöfn. Íbúar eru hvattir til þátttöku og að hafa samband við menningarfulltrúa.
Sveitarfélagið Vogar hefur innleitt rafrænan frístundastyrk. Allir þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru undir 18 ára aldri eða yfir 67 ára aldri eiga rétt á frístundastyrk að upphæð kr. 25.000 á ári.
Sunnudaginn 26. janúar 2020 tilkynntu Almannavarnir um óvissustig vegna landriss við Þorbjörn á Reykjanesi. Veðurstofan hefur samnhliða fært litakóða fyrir flug á gult.