Verkfalli BSRB aflýst

Verkfalli BSRB gegn sveitarfélögunum á landsbyggðinni var aflýst á síðasta augnabliki, þar sem samningar voru undirriitaðir alveg um miðnættið.

Starfsemi sveitarfélagsins verður því með eðilegum hætti í dag og á morgunn, 9. og 10. mars 2020.

 

Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma.

Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi Stóru-Vogaskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur að:

 • Allir nemendur skólans mæta frá kl 8:00. Skólahaldi lýkur kl. 11:00 og fara þau því heim á þeim tíma.
 • Samræmt próf í 9. bekk er á áætlun 10. mars en ef það breytist látum við vita.
 • Hádegisverður verður ekki framreiddur þessa daga og frístund verður lokuð.
 • Bókleg kennsla verður í sundi og íþróttum þessa daga svo nemendur þurfa ekki að koma með íþrótta- eða sundföt. Kennt verður í skólanum.
 • Ekki mun verða hægt að tryggja að gangavarsla, húsumsjón, stuðningur við einstakra nemendur, eðlileg símsvörun og önnur aðstoð sem nemendur fá dagsdaglega geti verið veitt sökum fjarveru umræddra starfsmanna.
 • Bóksafnið verður lokað frá kl. 8 til kl. 13 á mánudeginum. Á þriðjudeginum verður lokað frá kl. 12:00 til kl. 14:30
 • Vinsamlegast notið Mentor til að tilkynna veikindi/leyfi, skrifstofan er ekki opinn.
 • Börnin ganga heim að loknum skóladegi nema foreldrar sæki þau á tilsettum tíma. Börnin á Vatnsleysuströnd verða að sjálfsögðu ekin heim í skólabílnum.

 

Leikskólastarfi á Heilsuleikskólanum verður þannig háttað:

 • Hægt að halda Háabjalla (deildinni fyrir elstu leikskólanema) opinni á milli kl. 8 og 16 fyrir 25 nemendur. Þetta er þó háð því að engar fjarvistir verði hjá faglærðu starfsfólki. Ef svo verður mun leikskólastjóri þurfa að fækka viðveru leikskólabarna.
 • Morgun-, hádegisverður og nónhressing verður ekki framreitt og það skilyrði er sett að leikskólanemendur munu þurfa að taka matarpakka með sér í leikskólann. Ekki er þó leyfilegt að maturinn verði hitaður.

 

Starfsemi skrifstofunnar:

 • Skrifstofan mun verða lokuð báða daga.

 

Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar:

 • Íþróttamiðstöðin mun verða lokuð báða daga.

 

Starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Boran:

Boran mun verða lokuð á mánudeginum og einnig á þriðjudagskvöldinu eins og alltaf.

 

Starfsemi í Álfagerði:

 • Álfagerði mun þjónusta hádegismat fyrir aldraða.

 

Starfsemi Umhverfisdeildar

 • Ætlunin er að strætó aki fyrstu tvær ferðir á morgnana upp á Reykjanesbraut. Allar aðrar ferðir falla niður.
 • Skólaakstur verður á Vatnsleysuströnd fyrir kl. 8:00 og eftir að skóla lýkur kl. 11:00.
 • Akstur í Reykjanesbæ vegna félagsþjónustu fellur niður.
 • Matarkeyrsla verður með óbreyttu sniði.

 

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum því öll starfsemi mun verða með eðlilegum hætti ef verkfall verður slegið af.