Öskudagsskemmtun 2020

Verðlaunahafar fyrir búninga á Öskudeginum 2020
Verðlaunahafar fyrir búninga á Öskudeginum 2020

Öskudagurinn var miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn. Þá fóru ýmsar verur á kreik í Vogunum og söfnuðust svo flestar saman í Íþróttamiðstöðinni en þar var haldin skemmtun um eftirmiðdaginn. Að venju var boðið upp á hoppukastala, andlitsmálningu og 10. bekkur var með kaffisölu auk þess að annast gæslu við leiktækin og hjálpa til við uppsetningu og frágang. 

Allir krakkar fengu svo góðgæti með sér heim og eflaust hefur ekki vantað sælgæti á mörg heimili þetta kvöldið. 

Meðfylgjandi mynd er af þeim þremur sem fengu verðlaun fyrir búninga en veitt voru verðlaun fyrir besta búninginn (til hægri), krúttlegasta búninginn (uppi til vinstri) og frumlegasta búninginn (niðri til vinstri). Fréttaritari síðunnar er því miður ekki alveg með það á hreinu hvað allar þessar stúlkur heita.